Lífið

Hollendingar bætast í sniðgöngu­hópinn

Atli Ísleifsson skrifar
Claude var fulltrúi Hollendinga í Basel í Sviss í maí. Hann flutti lagið C'est la vie.
Claude var fulltrúi Hollendinga í Basel í Sviss í maí. Hann flutti lagið C'est la vie. Getty

Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt.

Hollenska sjónvarpsstöðin AVROTROS greindi frá þessu í morgun. Hollendingar eru fimmtu í röðinni til að greina frá þessari afstöðu sinni en áður hafa Slóvenar, Spánverjar, Írar og Íslendingar tilkynnt um slíkt hið sama.

„AVROTROS getur ekki lengur réttlætt þátttöku Ísraels eins og staðan er nú, sé litið til yfirstandandi og alvarlegra þjáninga fólks á Gasa,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Fram kemur að það hafi farið fram umræður á vettvangi EBU – Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva – um þátttöku Ísraela. AVROTROS lýsir sömuleiðis yfir áhyggjum af frelsi fjölmiðla og vísa í afskipti ísraelskra stjórnvalda af síðustu Eurovision-keppni sem fram fór í Sviss. Hafi Ísraelsstjórn notast við keppnina sem „pólitískt verkfæri“.

Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur verið umdeild um árabil. Þannig skrifuðu rúmlega 250 hollenskir tónlistarmenn undir yfirlýsingu árið 2024 þar sem hvatt var til þess að hollenski söngvarinn Joost Klein myndi hætta við þátttöku vegna þátttöku Ísraela.


Tengdar fréttir

Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt

Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni.

Slóvenar draga sig úr Euro­vision ef Ís­raelar verða með

Slóvenía hefur ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttakenda. Slóvenar hafa gagnrýnt þátttöku Ísraela mánuðum saman og segja núna gríðarlega ólíklegt þeir verði með á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.