Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. september 2025 08:38 Erika Kirk ávarpaði bandarísku þjóðina í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Getty Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint. Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trump og hægri-áhrifavaldur, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah á miðvikudag. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Eriku Kirk og tvö börn, eins og þriggja ára. Í streymi sem birt var á vef ungliðahreyfingar Charlie Kirk þakkar Erika viðbragðsaðilum fyrir hetjulega baráttu við að reyna að bjarga lífi eiginmanns hennar á miðvikudag. Þá þakkar hún Trump fyrir hlýjar kveðjur til fjölskyldunnar og fyrir vinskap hans og eiginmannsins. Hún hét því að halda áfram að dreifa boðskap eiginmannsins. Hann var á skipulögðu ferðalagi um háskóla landsins þegar hann var myrtur en Erika sagðist ætla að nýta sér bæði þann vettvang og hlaðvarp hans til að halda boðskap hans á lífi. „Eiginmaður minn fórnaði lífi sínu fyrir mig, þjóðina okkar og börnin okkar. Hann elskaði okkur skilyrðislaust,“ sagði Kirk í ávarpinu. Hún sagði þrautinni þyngra að þurfa að segja börnunum tveimur frá skyndilegu fráfalli föður þeirra. Þá ávarpaði hún morðingja Kirk beint: „Ef þú hélst að boðskapur Kirk hafi verið nógu áhrifamikill fyrir, hefurðu enga hugmynd um það sem þú hefur nú leyst úr læðingi. Þú hefur ekki hugmynd um þá bræði sem þú hefur valdið innra með mér. Gráturinn minn mun óma um heiminn eins og stríðsóp.“ Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson var handtekinn í gær grunaður um morðið á Charlie Kirk. Hans hafði verið leitað í 33 klukkustundir frá morðinu en í umfjöllun BBC segir að faðir hans hafi sannfært hann um að gefa sig fram. Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, greindi frá þessu á blaðamannafundi nú fyrir stundu. 12. september 2025 14:14 Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. 12. september 2025 23:20 Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. 11. september 2025 06:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trump og hægri-áhrifavaldur, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah á miðvikudag. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Eriku Kirk og tvö börn, eins og þriggja ára. Í streymi sem birt var á vef ungliðahreyfingar Charlie Kirk þakkar Erika viðbragðsaðilum fyrir hetjulega baráttu við að reyna að bjarga lífi eiginmanns hennar á miðvikudag. Þá þakkar hún Trump fyrir hlýjar kveðjur til fjölskyldunnar og fyrir vinskap hans og eiginmannsins. Hún hét því að halda áfram að dreifa boðskap eiginmannsins. Hann var á skipulögðu ferðalagi um háskóla landsins þegar hann var myrtur en Erika sagðist ætla að nýta sér bæði þann vettvang og hlaðvarp hans til að halda boðskap hans á lífi. „Eiginmaður minn fórnaði lífi sínu fyrir mig, þjóðina okkar og börnin okkar. Hann elskaði okkur skilyrðislaust,“ sagði Kirk í ávarpinu. Hún sagði þrautinni þyngra að þurfa að segja börnunum tveimur frá skyndilegu fráfalli föður þeirra. Þá ávarpaði hún morðingja Kirk beint: „Ef þú hélst að boðskapur Kirk hafi verið nógu áhrifamikill fyrir, hefurðu enga hugmynd um það sem þú hefur nú leyst úr læðingi. Þú hefur ekki hugmynd um þá bræði sem þú hefur valdið innra með mér. Gráturinn minn mun óma um heiminn eins og stríðsóp.“ Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson var handtekinn í gær grunaður um morðið á Charlie Kirk. Hans hafði verið leitað í 33 klukkustundir frá morðinu en í umfjöllun BBC segir að faðir hans hafi sannfært hann um að gefa sig fram.
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, greindi frá þessu á blaðamannafundi nú fyrir stundu. 12. september 2025 14:14 Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. 12. september 2025 23:20 Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. 11. september 2025 06:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, greindi frá þessu á blaðamannafundi nú fyrir stundu. 12. september 2025 14:14
Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. 12. september 2025 23:20
Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. 11. september 2025 06:45