Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. september 2025 07:32 Elfar Þór Guðmundsson og Anh Quyen Hoang eigendur Hustle Bite. Vísir/Ívar Fannar Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira