Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 18:36 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira