Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 18. september 2025 15:02 Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun