Hægt brenna Eldarnir Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2025 07:01 Vigdís Hrefna í hlutverki jarðvísindakonunnar Önnu. Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. Ótrúleg tímasetning sem að vonum vakti miklar vangaveltur um spádómsgáfu höfundarins enda hefur framlag náttúruaflanna til kynningar á bókinni reynst blautari en blautustu draumar allra markaðsmógúla. Í Eldunum rakti Sigríður tilfinninga- og náttúruhamfarasögu Önnu Arnardóttur, eins helsta eldfjallasérfræðings landsins, sem mikið mæðir á þegar ítrekaðir skjálftar skekja Reykjanesskaga og eldstöðvar rumska af aldalöngum svefni. Samtímis hriktir, illu heilli, hressilega í stoðum annars öruggs og áferðarfagurs einkalífs hennar þegar hún kolfellur fyrir dönskum ljósmyndara og tekur afdrifarík hliðarspor fram hjá fjalltraustum eiginmanni sínum til áratuga. Þannig að á meðan hún þarf að vega og meta mögulega náttúruvá sem vomir yfir höfuðborgarbúum horfist hún einnig í augu við stjórnlausar tilfinningar eru að rústa eigin tilveru. Hamfarasaga tilfinninga Bók Sigríðar er hádramatísk, þrungin tilfinningum og innri átökum Önnu sem í skugga áfalla í æsku reynir að halda sönsum þegar náttúran og tilfinningar hennar reynast henni skyndilega algerir ofjarlar. Dramatíkin nær síðan hámarki undir lokin þegar það gýs á Reykjanesskaganum með slíkum ósköpum að óhætt er að segja að þau allra eldfjallahræddustu á Suðvesturhorninu fái allar sínar verstu martraðir uppfylltar. Auðvitað blasir við að myndrænar hamfarirnar og tilfinningaspennan í Eldum Sigríðar henti ágætlega til kvikmyndunar, en sagan er einnig marglaga og flókin og því ekkert hlaupið að því að laga hana að kvikmyndaforminu. Hér gengur þetta þó upp með slíkum ágætum að ljóst er að Ugla Hauksdóttir, með sínu samstarfsfólki, var akkúrat rétta konan í verkið. Handritið er samviskusamlega unnið upp úr texta Sigríðar og skynsamlega valið milli þess sem þaðan er haldið, sleppt eða einfaldað. Kvikmyndin er því svo sannarlega trú frumtextanum og varla von á öðru en aðdáendur bókarinnar fái flest mikið fyrir sinn snúð og gangi sátt og fullnægð úr bíósalnum. Hægt brenna eldar Þótt þessi nákvæma yfirfærsla hljóti að geta talist myndinni til tekna er ekki laust við að í henni sé einnig fólginn einn helsti veikleiki hennar. Sérstaklega í samtölum sem oft eru stirð og furðulega fjarlæg eðlilegu talmáli. Jarðvísindafólkinu hættir þannig sérstaklega til að verða tilgerðarlegt og háfleygt í uppskrúfuðu orðagjálfrinu sem getur orðið svo vandræðalega tilgerðarlegt að það virkar beinlínis truflandi með tilheyrandi hrolli. Framvinda sögunnar er, eins og í bókinni, seigfljótandi og hæg þangað til náttúruhamfarirnar keyra allt í botn undir lokin. Bókartextinn stendur, eðlilega, miklu betur undir þessum hæga bruna en bíómyndin sem virkar stundum langdregin. Maður hafði í það minnsta tíma og ráðrúm til þess að velta fyrir sér hvort saga Önnu hefði mögulega notið sín betur í sjónvarpsþáttaröð frekar en þjappaðri í 107 mínútna kvikmynd. Líklega truflar þetta þó helst áhorfendur sem ekki hafa lesið bókina og mæta ef til vill frekar til leiks tilbúnir í stórslysahasar í anda Hollywood þar sem rétt gefst tími til að kynna helstu persónur til leiks áður en fjöll gjósa, háhýsi hrynja eða flugvélar hrapa. Ágætt að gera sér bara strax grein fyrir því að Eldarnir er ekki þannig mynd. Hamfaramynd er hún þó vissulega og sem slík heilmikið sjónarspil og tilfinningarússíbani. En hún er íslensk hamfaramynd og með persónur og tilfinningar þeirra í forgrunni þótt tilfinningalegt umrót Önnu sé vissulega í óræðu sambandi og takti við óróan í iðrum jarðar. Ugla hnyklar vöðvana Hvað sem öllum vangaveltum um á hvaða kvikmyndaformi best hefði farið um skáldsögu Sigríðar þá stendur eftir að Ugla og félagar hafa leyst flókið og erfitt verkefni með miklum sóma í hennar fyrstu bíómynd. Ugla hefur undanfarið verið á hvínandi siglingu sem leikstjóri sjónvarpsþátta í seríum sem hafa vakið heimsathygli. Nærtækustu dæmin um styrk hennar og tök á miðlinum má finna í Alien: Earth sem eru við það að renna sitt skeið á Hulu og Disney+. Þættirnir tveir (númer 4 og 6) af átta, sem hún leikstýrir þar, eru skínandi dæmi um hversu lagin hún er bæði við persónusköpun og ekki síður að skapa þrúgandi spennu. Að maður tali nú ekki um að kalla fram nístandi hroll. Hún hnyklar þessa vöðva sína einnig með stæl í Eldunum sem sækja styrk sinn einmitt ekki síst í hversu auðvelt er að tengja sig við tilfinningar helstu persóna auk þess sem myndin rís óneitanlega hæst þegar háskinn og náttúruógnin ná hámarki. Á þessum sviðum nær leikstjórinn traustataki á áhorfendum og sleppir ekki. Jafnvel ekki þegar framvindan er í hægagangi. Djöfullinn danskur heillar Myndin hvílir á herðum Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur í hlutverki Önnu. Hún er nánast alltaf í mynd þannig að eðlilega bitnar stirður textinn helst á henni. Henni tekst hins vegar að skauta í gegnum það vesen með kröftugri nærveru og magnaðri tilfinningatjáningu í svipbrigðum og látbragði. Þunginn í þeirri tjáningu stigmagnast eftir því sem á líður og þegar spennan og skelfingin ná hámarki á hún í manni hvert bein. Aðrir leikarar standa sig upp til hópa með stakri prýði en óhjákvæmilegt annað en nefna Ingvar E. Sigurðsson í litlu hlutverki föður og helstu fyrirmynd Önnu. Hann er náttúrlega orðinn slíkt stofnun í íslenskum kvikmyndum að einhver undarleg öryggistilfinning fylgir því einu að sjá honum bregða fyrir. María Heba Þorkelsdóttir kemur einnig sterk inn sem nánasta samstarfskona Önnu, rétt eins og Jóhann G. Jóhannsson sem er sérlega þægilegur í hlutverki hins kokkálaða eiginmanns og fer létt með að vinna sínum manni samúð og skilning. Sigurður Sigurjónsson klikkar ekki sem ríkislögreglustjórinn og Þór Tulinius er bráðskemmtilegur í hlutverki gamla hundsins í eldfjalla bransanum sem að sjálfsögðu er alltaf á öndverðum meiði við okkar konu. Sú frábæra leikkona Arndís Hrönn Egilsdóttir er síðan dásamleg sem málpípa ferðaþjónustunnar og tekst með nálgun sinni á persónunni að bjarga henni frá því að verða bara einn stór gróteskur brandari. Anna heillast af danska ljósmyndaranum. Þá er einnig ónefndur danski leikarinn Pilou Asbæk sem er frábær í hlutverki ástarviðfangs Önnu, ljósmyndarans Thomas. Hann hefur áður getið sér gott orð fyrir að túlka skítmenni á borð við Euron Greyjoy í Game of Thrones en hér er hann svo fyrirhafnarlaust sjarmerandi og sætur að maður getur eiginlega alveg skilið að Anna sé tilbúin að steypa tilveru sinni í glötun til þess að fá notið hans. Alvöru bíó Hún er löngu orðin úldin klisjan um að íslenskt náttúra sé svo mögnuð að hún sé í raun ein persónan í þessu eða hinu sem tekið er upp hér á landi. Breytir því þó ekki að hún á mergjaðan stórleik í Eldunum. En ekki hvað? Hraunflóð og spúandi eldgosin, sem móðir náttúra skilaði kvikmyndagerðarfólkinu eins og eftir pöntun, eru magnað sjónarspil sem unun er á að horfa á stóru bíótjaldi þannig að þrátt fyrir allar lofræðurnar hefur okkar geðtruflaða náttúra sennilega aldrei átt jafn brýnt erindi í bíó. Breytir því þó ekki að hér er náttúran í bakgrunni og helsti tilgangur hennar er að ýta atburðarásinni áfram. Boða ógn, hörmungar og feigð. Þannig að þótt ástæðulaust sé að gera lítið úr vægi náttúruaflanna í Eldunum þá eru það fyrst og fremst styrk leikstjórn, góður leikur og úrvals mannskapur á öllum helstu póstum sem ráða mestu um að eftir stendur heilsteypt, sjálfstætt verk byggt á vinsælum texta Sigríðar Hagalín. Kvikmyndataka, hljóðheimurinn allur og tónlist Herdísar Stefánsdóttur þétta heildarmyndina og styðja dyggilega við söguna og allt tilfinningarótið á Önnu og áhorfendum sem seigfljóta með henni í angistarmóðu að tilfinningaþrungnum endalokunum sem varla láta nokkurn ósnortinn þegar móðurástin sannar sig sem sterkasta náttúruaflið. Niðurstaða Ugla Hauksdóttir sýnir með Eldunum heldur betur hvers hún er megnug þegar kemur að persónusköpun og því að magna upp spennu og skilar býsna vel heppnaðri kvikmyndaaðlögun skáldsögunnar Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín. Tryggðin við frumtextann felur þó í sér þá þversögn að þar mætast helsti styrkur og veikleiki myndarinnar. Samtöl eru á köflum full hátíðleg og orðin falla annarlega stirð af vörum leikaranna. Aðdáendur bókarinnar kunna sjálfsagt að meta að rétt eins og á pappírnum fá tilfinningahamfarir aðalpersónunnar og álagið í aðdraganda yfirvofandi náttúruhamfara ríflegt svigrúm á meðan þau sem ekki þekkja til gæti farið að lengja eftir hamförunum. Þótt Eldarnir fari seigfljótandi er þetta þó óumdeilt tilfinninga- og náttúruhamfaramynd og stundum svo þrúgandi og tilkomumikil, ekki síst þegar íslensk náttúra blandar sér loks í leikinn með sínum rómaða rauðglóandi djöfulgangi, að rétt er að árétta eð ekkert vit er í öðru en upplifa hana í almennilegum bíósal. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Ótrúleg tímasetning sem að vonum vakti miklar vangaveltur um spádómsgáfu höfundarins enda hefur framlag náttúruaflanna til kynningar á bókinni reynst blautari en blautustu draumar allra markaðsmógúla. Í Eldunum rakti Sigríður tilfinninga- og náttúruhamfarasögu Önnu Arnardóttur, eins helsta eldfjallasérfræðings landsins, sem mikið mæðir á þegar ítrekaðir skjálftar skekja Reykjanesskaga og eldstöðvar rumska af aldalöngum svefni. Samtímis hriktir, illu heilli, hressilega í stoðum annars öruggs og áferðarfagurs einkalífs hennar þegar hún kolfellur fyrir dönskum ljósmyndara og tekur afdrifarík hliðarspor fram hjá fjalltraustum eiginmanni sínum til áratuga. Þannig að á meðan hún þarf að vega og meta mögulega náttúruvá sem vomir yfir höfuðborgarbúum horfist hún einnig í augu við stjórnlausar tilfinningar eru að rústa eigin tilveru. Hamfarasaga tilfinninga Bók Sigríðar er hádramatísk, þrungin tilfinningum og innri átökum Önnu sem í skugga áfalla í æsku reynir að halda sönsum þegar náttúran og tilfinningar hennar reynast henni skyndilega algerir ofjarlar. Dramatíkin nær síðan hámarki undir lokin þegar það gýs á Reykjanesskaganum með slíkum ósköpum að óhætt er að segja að þau allra eldfjallahræddustu á Suðvesturhorninu fái allar sínar verstu martraðir uppfylltar. Auðvitað blasir við að myndrænar hamfarirnar og tilfinningaspennan í Eldum Sigríðar henti ágætlega til kvikmyndunar, en sagan er einnig marglaga og flókin og því ekkert hlaupið að því að laga hana að kvikmyndaforminu. Hér gengur þetta þó upp með slíkum ágætum að ljóst er að Ugla Hauksdóttir, með sínu samstarfsfólki, var akkúrat rétta konan í verkið. Handritið er samviskusamlega unnið upp úr texta Sigríðar og skynsamlega valið milli þess sem þaðan er haldið, sleppt eða einfaldað. Kvikmyndin er því svo sannarlega trú frumtextanum og varla von á öðru en aðdáendur bókarinnar fái flest mikið fyrir sinn snúð og gangi sátt og fullnægð úr bíósalnum. Hægt brenna eldar Þótt þessi nákvæma yfirfærsla hljóti að geta talist myndinni til tekna er ekki laust við að í henni sé einnig fólginn einn helsti veikleiki hennar. Sérstaklega í samtölum sem oft eru stirð og furðulega fjarlæg eðlilegu talmáli. Jarðvísindafólkinu hættir þannig sérstaklega til að verða tilgerðarlegt og háfleygt í uppskrúfuðu orðagjálfrinu sem getur orðið svo vandræðalega tilgerðarlegt að það virkar beinlínis truflandi með tilheyrandi hrolli. Framvinda sögunnar er, eins og í bókinni, seigfljótandi og hæg þangað til náttúruhamfarirnar keyra allt í botn undir lokin. Bókartextinn stendur, eðlilega, miklu betur undir þessum hæga bruna en bíómyndin sem virkar stundum langdregin. Maður hafði í það minnsta tíma og ráðrúm til þess að velta fyrir sér hvort saga Önnu hefði mögulega notið sín betur í sjónvarpsþáttaröð frekar en þjappaðri í 107 mínútna kvikmynd. Líklega truflar þetta þó helst áhorfendur sem ekki hafa lesið bókina og mæta ef til vill frekar til leiks tilbúnir í stórslysahasar í anda Hollywood þar sem rétt gefst tími til að kynna helstu persónur til leiks áður en fjöll gjósa, háhýsi hrynja eða flugvélar hrapa. Ágætt að gera sér bara strax grein fyrir því að Eldarnir er ekki þannig mynd. Hamfaramynd er hún þó vissulega og sem slík heilmikið sjónarspil og tilfinningarússíbani. En hún er íslensk hamfaramynd og með persónur og tilfinningar þeirra í forgrunni þótt tilfinningalegt umrót Önnu sé vissulega í óræðu sambandi og takti við óróan í iðrum jarðar. Ugla hnyklar vöðvana Hvað sem öllum vangaveltum um á hvaða kvikmyndaformi best hefði farið um skáldsögu Sigríðar þá stendur eftir að Ugla og félagar hafa leyst flókið og erfitt verkefni með miklum sóma í hennar fyrstu bíómynd. Ugla hefur undanfarið verið á hvínandi siglingu sem leikstjóri sjónvarpsþátta í seríum sem hafa vakið heimsathygli. Nærtækustu dæmin um styrk hennar og tök á miðlinum má finna í Alien: Earth sem eru við það að renna sitt skeið á Hulu og Disney+. Þættirnir tveir (númer 4 og 6) af átta, sem hún leikstýrir þar, eru skínandi dæmi um hversu lagin hún er bæði við persónusköpun og ekki síður að skapa þrúgandi spennu. Að maður tali nú ekki um að kalla fram nístandi hroll. Hún hnyklar þessa vöðva sína einnig með stæl í Eldunum sem sækja styrk sinn einmitt ekki síst í hversu auðvelt er að tengja sig við tilfinningar helstu persóna auk þess sem myndin rís óneitanlega hæst þegar háskinn og náttúruógnin ná hámarki. Á þessum sviðum nær leikstjórinn traustataki á áhorfendum og sleppir ekki. Jafnvel ekki þegar framvindan er í hægagangi. Djöfullinn danskur heillar Myndin hvílir á herðum Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur í hlutverki Önnu. Hún er nánast alltaf í mynd þannig að eðlilega bitnar stirður textinn helst á henni. Henni tekst hins vegar að skauta í gegnum það vesen með kröftugri nærveru og magnaðri tilfinningatjáningu í svipbrigðum og látbragði. Þunginn í þeirri tjáningu stigmagnast eftir því sem á líður og þegar spennan og skelfingin ná hámarki á hún í manni hvert bein. Aðrir leikarar standa sig upp til hópa með stakri prýði en óhjákvæmilegt annað en nefna Ingvar E. Sigurðsson í litlu hlutverki föður og helstu fyrirmynd Önnu. Hann er náttúrlega orðinn slíkt stofnun í íslenskum kvikmyndum að einhver undarleg öryggistilfinning fylgir því einu að sjá honum bregða fyrir. María Heba Þorkelsdóttir kemur einnig sterk inn sem nánasta samstarfskona Önnu, rétt eins og Jóhann G. Jóhannsson sem er sérlega þægilegur í hlutverki hins kokkálaða eiginmanns og fer létt með að vinna sínum manni samúð og skilning. Sigurður Sigurjónsson klikkar ekki sem ríkislögreglustjórinn og Þór Tulinius er bráðskemmtilegur í hlutverki gamla hundsins í eldfjalla bransanum sem að sjálfsögðu er alltaf á öndverðum meiði við okkar konu. Sú frábæra leikkona Arndís Hrönn Egilsdóttir er síðan dásamleg sem málpípa ferðaþjónustunnar og tekst með nálgun sinni á persónunni að bjarga henni frá því að verða bara einn stór gróteskur brandari. Anna heillast af danska ljósmyndaranum. Þá er einnig ónefndur danski leikarinn Pilou Asbæk sem er frábær í hlutverki ástarviðfangs Önnu, ljósmyndarans Thomas. Hann hefur áður getið sér gott orð fyrir að túlka skítmenni á borð við Euron Greyjoy í Game of Thrones en hér er hann svo fyrirhafnarlaust sjarmerandi og sætur að maður getur eiginlega alveg skilið að Anna sé tilbúin að steypa tilveru sinni í glötun til þess að fá notið hans. Alvöru bíó Hún er löngu orðin úldin klisjan um að íslenskt náttúra sé svo mögnuð að hún sé í raun ein persónan í þessu eða hinu sem tekið er upp hér á landi. Breytir því þó ekki að hún á mergjaðan stórleik í Eldunum. En ekki hvað? Hraunflóð og spúandi eldgosin, sem móðir náttúra skilaði kvikmyndagerðarfólkinu eins og eftir pöntun, eru magnað sjónarspil sem unun er á að horfa á stóru bíótjaldi þannig að þrátt fyrir allar lofræðurnar hefur okkar geðtruflaða náttúra sennilega aldrei átt jafn brýnt erindi í bíó. Breytir því þó ekki að hér er náttúran í bakgrunni og helsti tilgangur hennar er að ýta atburðarásinni áfram. Boða ógn, hörmungar og feigð. Þannig að þótt ástæðulaust sé að gera lítið úr vægi náttúruaflanna í Eldunum þá eru það fyrst og fremst styrk leikstjórn, góður leikur og úrvals mannskapur á öllum helstu póstum sem ráða mestu um að eftir stendur heilsteypt, sjálfstætt verk byggt á vinsælum texta Sigríðar Hagalín. Kvikmyndataka, hljóðheimurinn allur og tónlist Herdísar Stefánsdóttur þétta heildarmyndina og styðja dyggilega við söguna og allt tilfinningarótið á Önnu og áhorfendum sem seigfljóta með henni í angistarmóðu að tilfinningaþrungnum endalokunum sem varla láta nokkurn ósnortinn þegar móðurástin sannar sig sem sterkasta náttúruaflið. Niðurstaða Ugla Hauksdóttir sýnir með Eldunum heldur betur hvers hún er megnug þegar kemur að persónusköpun og því að magna upp spennu og skilar býsna vel heppnaðri kvikmyndaaðlögun skáldsögunnar Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín. Tryggðin við frumtextann felur þó í sér þá þversögn að þar mætast helsti styrkur og veikleiki myndarinnar. Samtöl eru á köflum full hátíðleg og orðin falla annarlega stirð af vörum leikaranna. Aðdáendur bókarinnar kunna sjálfsagt að meta að rétt eins og á pappírnum fá tilfinningahamfarir aðalpersónunnar og álagið í aðdraganda yfirvofandi náttúruhamfara ríflegt svigrúm á meðan þau sem ekki þekkja til gæti farið að lengja eftir hamförunum. Þótt Eldarnir fari seigfljótandi er þetta þó óumdeilt tilfinninga- og náttúruhamfaramynd og stundum svo þrúgandi og tilkomumikil, ekki síst þegar íslensk náttúra blandar sér loks í leikinn með sínum rómaða rauðglóandi djöfulgangi, að rétt er að árétta eð ekkert vit er í öðru en upplifa hana í almennilegum bíósal.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning