Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2025 20:04 Plokkara vinkonurnar á Selfossi með viðurkenningarskjalið sitt. Frá vinstri, Ágústa, Sigrún, Gunndís og Katrín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira