Telur áform ráðherra vanhugsuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2025 07:44 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, er ekki hrifinn af áformum ráðherra. Sýn Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mál skólameistara Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mál skólameistara Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20