Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar 22. september 2025 11:47 Í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 16. september hefði ég mátt vanda mál mitt betur og vil því nýta þetta tækifæri til að leiðrétta og skýra orðræðuna. Ég fór rangt með þegar ég sagði að ekki væru stundaðar togveiðar innan 12 sjómílna. Þetta leiðréttist hér með. Það rétta er að það eru vissulega stundaðar togveiðar innan 12 mílna eins og sjá glöggt má í kortasjánni Hafsjá og í annarri kortasjáHÉR. Hefðbundnar botnvörpuveiðar eru þó bannaðar innan 12 mílna frá Bjargtöngum að Lóni í Öræfum og innan fjarða og flóa, við Suðurströndina liggja mörkin einkum við 3 mílur. Í viðtalinu nefndi ég að fiskveiðistjórnunarkerfið væri “gott” en átti þar við að það væri gott í samanburði við fjölda annara fiskveiðistjórnunarkerfa á heimsvísu en raunin er að okkar helstu nytjastofnar eru stöndugri heldur en systurstofnar við strendur annara landa. Benda má á nýlega umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorsksstofnsins við Ísland í alþjóðlegu samhengi. Vildi ég í viðtalinu koma á framfæri að í núverandi kerfi felst ákveðin „vernd“ nú þegar þótt hún sé takmörkuð en til þess þarf að horfa til þegar tekin verða stór skref í átt að aukinni vernd líkt og áformað er. Merkja má ákall um aukna vernd hafsvæða í samfélagslegri umræðu og er full þörf á að fara í aðgerðir til að auka vernd hafsbotns og vistkerfa. Í gegn um tíðina hefur veiðiálag haft mikil áhrif á vistkerfi sjávar og ekki er hægt að deila um það að botnsnertanleg veiðarfæri hafa valdið verulegu raski á hafsbotni og vistkerfum sjávar. Mesti skaðinn varð á síðustu öld þegar fyrst var togað yfir áður ósnert svæði og ofveiði var jafnframt vandamál. Um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um verndun hafsvæða Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vernda 30% af hafsvæði Íslands fyrir enda árs 2030, einkum með það að markmiði að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ef vel á að takast til er verk að vinna og vanda þarf til verka. Hlutverk Hafrannsóknastofnunnar er að veita ráðgjöf um verndun hafsvæða á grunni vísindalegrar þekkingar. Á Hafrannsóknastofnun starfar öflugur hópur fólks sem vinnur að því að skapa þekkingu og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Til að undirbyggja ráðgjöf um aukna vernd hefur stofnunin eflt verkefni um kortlagningu búsvæða og er hún þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Fjallað er um þau verkefni HÉR. Benda má á nýlegt viðtal við sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi kortlagningar búsvæða til að undirbyggja ákvarðanatöku um stjórnun svæða HÉR. Síðustu ár hefur verið í forgangi Hafrannsóknastofnunnar að kortleggja og leggja til verndun á viðkvæmum vistkerfum, líkt og á kórala-, svampa- og neðansjávarhverasvæðum. Nú er einnig horft til annara þátta eins og hvort verndun geti aukið þol vistkerfa vegna umhverfisbreytinga af manna völdum og hvernig vernda megi ólíkrar gerðir líffræðilegrar fjölbreytni. Fæst verndarsvæði á heimsvísu fela í sér fulla vernd gagnvart öllum mannlegum athöfnum en getur vernd til dæmis falist í að banna ákveðna gerð veiða og/eða öðru raski á hafsbotni, s.s námuvinnslu. Skilgreina þarf hvert markmiðið með vernd hvers hafsvæðis eða hafsvæða er, og út frá því ákveða afmörkun svæðis eða svæða, og skilgreina þær takmarkanir ættu að gilda fyrir tiltekin verndarsvæði. Verkefnið sjálft er umfangsmikið, það þarf að huga að mörgum þáttum og oft er þekkingu ábótavant. Leiðin að lokaniðurstöðu um vernd svæða út frá ólíkum verndarsjónarmiðum kallar vissulega á víðtækt samstarf og samtal. Það verður að teljast jákvætt fyrir framtíð íslenska hafsvæðisins hve margir láta sig málið varða og þótt eðlilega séu skiptar skoðanir á áherslum og aðferðum, þá tala flestir fyrir því að okkar samfélag eigi að standa vörð um sjávarauðlindina. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hafið Vísindi Hafrannsóknastofnun Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 16. september hefði ég mátt vanda mál mitt betur og vil því nýta þetta tækifæri til að leiðrétta og skýra orðræðuna. Ég fór rangt með þegar ég sagði að ekki væru stundaðar togveiðar innan 12 sjómílna. Þetta leiðréttist hér með. Það rétta er að það eru vissulega stundaðar togveiðar innan 12 mílna eins og sjá glöggt má í kortasjánni Hafsjá og í annarri kortasjáHÉR. Hefðbundnar botnvörpuveiðar eru þó bannaðar innan 12 mílna frá Bjargtöngum að Lóni í Öræfum og innan fjarða og flóa, við Suðurströndina liggja mörkin einkum við 3 mílur. Í viðtalinu nefndi ég að fiskveiðistjórnunarkerfið væri “gott” en átti þar við að það væri gott í samanburði við fjölda annara fiskveiðistjórnunarkerfa á heimsvísu en raunin er að okkar helstu nytjastofnar eru stöndugri heldur en systurstofnar við strendur annara landa. Benda má á nýlega umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorsksstofnsins við Ísland í alþjóðlegu samhengi. Vildi ég í viðtalinu koma á framfæri að í núverandi kerfi felst ákveðin „vernd“ nú þegar þótt hún sé takmörkuð en til þess þarf að horfa til þegar tekin verða stór skref í átt að aukinni vernd líkt og áformað er. Merkja má ákall um aukna vernd hafsvæða í samfélagslegri umræðu og er full þörf á að fara í aðgerðir til að auka vernd hafsbotns og vistkerfa. Í gegn um tíðina hefur veiðiálag haft mikil áhrif á vistkerfi sjávar og ekki er hægt að deila um það að botnsnertanleg veiðarfæri hafa valdið verulegu raski á hafsbotni og vistkerfum sjávar. Mesti skaðinn varð á síðustu öld þegar fyrst var togað yfir áður ósnert svæði og ofveiði var jafnframt vandamál. Um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um verndun hafsvæða Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vernda 30% af hafsvæði Íslands fyrir enda árs 2030, einkum með það að markmiði að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ef vel á að takast til er verk að vinna og vanda þarf til verka. Hlutverk Hafrannsóknastofnunnar er að veita ráðgjöf um verndun hafsvæða á grunni vísindalegrar þekkingar. Á Hafrannsóknastofnun starfar öflugur hópur fólks sem vinnur að því að skapa þekkingu og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Til að undirbyggja ráðgjöf um aukna vernd hefur stofnunin eflt verkefni um kortlagningu búsvæða og er hún þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Fjallað er um þau verkefni HÉR. Benda má á nýlegt viðtal við sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi kortlagningar búsvæða til að undirbyggja ákvarðanatöku um stjórnun svæða HÉR. Síðustu ár hefur verið í forgangi Hafrannsóknastofnunnar að kortleggja og leggja til verndun á viðkvæmum vistkerfum, líkt og á kórala-, svampa- og neðansjávarhverasvæðum. Nú er einnig horft til annara þátta eins og hvort verndun geti aukið þol vistkerfa vegna umhverfisbreytinga af manna völdum og hvernig vernda megi ólíkrar gerðir líffræðilegrar fjölbreytni. Fæst verndarsvæði á heimsvísu fela í sér fulla vernd gagnvart öllum mannlegum athöfnum en getur vernd til dæmis falist í að banna ákveðna gerð veiða og/eða öðru raski á hafsbotni, s.s námuvinnslu. Skilgreina þarf hvert markmiðið með vernd hvers hafsvæðis eða hafsvæða er, og út frá því ákveða afmörkun svæðis eða svæða, og skilgreina þær takmarkanir ættu að gilda fyrir tiltekin verndarsvæði. Verkefnið sjálft er umfangsmikið, það þarf að huga að mörgum þáttum og oft er þekkingu ábótavant. Leiðin að lokaniðurstöðu um vernd svæða út frá ólíkum verndarsjónarmiðum kallar vissulega á víðtækt samstarf og samtal. Það verður að teljast jákvætt fyrir framtíð íslenska hafsvæðisins hve margir láta sig málið varða og þótt eðlilega séu skiptar skoðanir á áherslum og aðferðum, þá tala flestir fyrir því að okkar samfélag eigi að standa vörð um sjávarauðlindina. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun