Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 07:31 Nicolas Batum sá Hafþór Júlíus í Game of Thrones og uppgötvaði svo að hann hefði mætt honum í körfuboltaleik, á EM U18 árið 2006. SAMSETT/GOT/GETTY NBA-leikmaðurinn Nicolas Batum, fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins í körfubolta, rifjaði upp rimmu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“, í beinni útsendingu frá leik Íslands og Frakklands á EM á dögunum. Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum. EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum.
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira