Handbolti

Spenntur að spila aftur í Vest­manna­eyjum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kári Kristján hefur spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV en snýr aftur til Vestmannaeyja í fyrsta leiknum fyrir Þór. 
Kári Kristján hefur spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV en snýr aftur til Vestmannaeyja í fyrsta leiknum fyrir Þór.  vísir/Hulda Margrét

Kári Kristján Kristjánsson er orðinn leikmaður Þórs á Akureyri og mun spila sinn fyrsta leik á laugardaginn, gegn fyrrum félagi sínu ÍBV. Þrátt fyrir vondan viðskilnað er hann spenntur að mæta aftur til Vestmannaeyja.

Kári er leikjahæsti leikmaður í sögu ÍBV og ætlaði sér að enda ferilinn þar en síðla sumars fékk hann símtal þar sem honum var tilkynnt að samningurinn yrði ekki framlengdur. Hann gagnrýndi framkomu forráðamanna ÍBV harðlega og upplifði sig svikinn, en hefur nú söðlað um og skrifaði í gær undir samning við Þór.

„Já eftir að allt fór í apaskít heima í Vestamannaeyjum höfðu þeir samband og höfðu áhuga á því að fá mig til þess að spila. Við tókum samtal sem endaði svona, ég er mættur hingað norður.“

Fyrir kaldhæðni örlaganna verður hans fyrsti leikur, næsta laugardag, gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en Kári segir ekkert erfitt að snúa aftur í Hásteinshöllina.

„Nei. Ég bý í Vestmannaeyjum, fæddur og uppalinn þar og elska eyjuna mína. Það er alltaf gott og gaman að koma heim. Þannig að ég er mjög spenntur að fara heim.“

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×