Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 11:31 Donald og Melanía Trump í rúllustiganum „bilaða“. AP/Stefan Jeremiah Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. „Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
„Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira