Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 24. september 2025 12:06 Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun