Borgin leggur bílstjórum línurnar Árni Sæberg skrifar 24. september 2025 16:55 Frá gildistöku ákvæðisins verður ráð að vanda sig þegar bílnum er lagt. Ökumenn þessara bíla virðast hafa staðið sig með prýði og tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira