Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 10:26 Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dómshúsi í París í morgun. AP/Christophe Ena Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið sakfelldur fyrir að taka ólöglega við milljónum evra frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, á árum áður. Peningarnir rötuðu i kosningasjóði Sarkozy fyrir forsetakosningar. Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar innrás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar innrás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20
Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21
Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04