Handbolti

Dramatískt jafn­tefli á Ásvöllum

Siggeir Ævarsson skrifar
Það hefur oft verið tekist hart á þegar Haukar og Fram mætast
Það hefur oft verið tekist hart á þegar Haukar og Fram mætast Vísir/Hulda Margrét

Haukar og Fram gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deild kvenna í dag en Haukar jöfnuðu metin í blálokin með marki frá Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur.

Staðan var 26-27 þegar 18 sekúndur voru eftir og Haukar tóku leikhlé. Jóhanna Margrét skoraði jöfnunarmarkið þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en hún var markahæst Hauka og á vellinum í dag með níu mörk.

Leikurinn í dag var jafn og spennandi en gestirnir í Fram voru þó skrefi á undan nánast allan leikinn, einu til þremur mörkum yfir. Þegar um ein og hálf mínúta var eftir leiddu gestirnir 25-27 en Haukar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu þannig 27-27 jafntefli.

Jóhanna Margrét var eins og áður sagði markahæst í liði Hauka með níu mörk og Sara Sif Helgadóttir varði vel í marki Hauka eða 15 skot.

Hjá Fram var Harpa María Friðgeirsdóttir markahæst með sex mörk og Katrín Anna Ásmundsdóttir kom næst með fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×