Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar 29. september 2025 10:01 Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun