Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar 29. september 2025 10:01 Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun