„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 14:17 Einar Árni Jóhannsson segir sínar konur klárar í slaginn og að tilhlökkunin sé mikil að hefja leik í Bónus-deildinni. Paweł/Vísir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. „Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2) UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira