Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 13:46 Darri Aronsson ræddi endurkomu sína við Stefán Árna Pálsson. Sýn Eftir þriggja ára fjarveru frá handboltavellinum er Darri Aronsson loksins aftur kominn út á gólfið. Undanfarin ár hafa reynt gríðarlega á andlegu hliðina hjá þessum öfluga handboltamanni. Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri. Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri.
Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira