„Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 10:02 Lamine Yamal sýndi flott tilþrf í stórleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi EPA/Alejandro Garcia Lamine Yamal kom aftur inn í Barcelona liðið í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og var fljótur að minna á sig. Meistaradeildarmessan ræddi þennan unga en magnaða leikmann sem er ekki enn orðin nítján ára gamall. „Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
„Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira