Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2025 07:30 Sævar Atli Magnússon tryggði Brann Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. EPA/Paul S. Amundsen Sævar Atli Magnússon tryggði Brann langþráðan og dýrmætan Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira