Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 20:39 Lögreglan hélt meintum árásarmanni á jörðinni. Spurður um kennitölu mun hann hafa svarað „6666 fokkaðu þér“ samkvæmt sjónarvotti. TikTok Maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi tekið leigubílstjórann hálstaki og að bílstjórinn hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina. Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur. Leigubílar Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur.
Leigubílar Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent