Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 20:39 Lögreglan hélt meintum árásarmanni á jörðinni. Spurður um kennitölu mun hann hafa svarað „6666 fokkaðu þér“ samkvæmt sjónarvotti. TikTok Maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi tekið leigubílstjórann hálstaki og að bílstjórinn hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina. Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur. Leigubílar Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur.
Leigubílar Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira