Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 6. október 2025 08:59 Jón Gnarr biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Grindavík. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook. Grindvíkingar hafa margir tjáð sig í kjölfar þáttarins og lýst því að þeim blöskri umræðan og hvernig fjallað var um bæinn eins og hann væri glataður. Jón Gnarr segist þvert á móti hafa verið efst í huga hversu Íslendingar megi sér oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hversu djúpstæð áhrif það getur haft að upplifa það hvernig jarðhræringar geta kippt undan okkur fótunum. „Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til,“ segir Jón í færslu um málið á Facebook þar sem hann biður Grindvíkinga innilegrar afsökunar. Hann hafi með orðum sínum viljað sýna samkennd og skilning. Pabbi hans hafi unnið í Vestmannaeyjum eftir gosið þar og hann hafi sjálfur sem ungur maður unnið í Svartsengi og komið daglega til Grindavíkur. „Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna,“ segir Jón. Ekkert nema hlýja Hann hafi heimsótt bæinn og fundað með fjölda fólks og fyrirtækjum. Hann eigi ekkert nema hlýju til Grindvíkinga. „Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér… Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík,“ segir hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Grindvíkingar hafa margir tjáð sig í kjölfar þáttarins og lýst því að þeim blöskri umræðan og hvernig fjallað var um bæinn eins og hann væri glataður. Jón Gnarr segist þvert á móti hafa verið efst í huga hversu Íslendingar megi sér oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hversu djúpstæð áhrif það getur haft að upplifa það hvernig jarðhræringar geta kippt undan okkur fótunum. „Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til,“ segir Jón í færslu um málið á Facebook þar sem hann biður Grindvíkinga innilegrar afsökunar. Hann hafi með orðum sínum viljað sýna samkennd og skilning. Pabbi hans hafi unnið í Vestmannaeyjum eftir gosið þar og hann hafi sjálfur sem ungur maður unnið í Svartsengi og komið daglega til Grindavíkur. „Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna,“ segir Jón. Ekkert nema hlýja Hann hafi heimsótt bæinn og fundað með fjölda fólks og fyrirtækjum. Hann eigi ekkert nema hlýju til Grindvíkinga. „Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér… Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík,“ segir hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent