Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar 6. október 2025 10:30 Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun