„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. október 2025 12:21 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Vísir/Arnar Hagfræðingur segir ljóst að mögulegur samruni Íslandsbanka og Skaga muni taka enn meiri tíma en ella vegna anna hjá Samkeppniseftirlitinu sem er nú með nokkur mál til skoðunar. Töluverður fjöldi starfa muni tapast við samrunann en neytendur verða fyrir takmörkuðum áhrifum. Stjórnir Íslandsbanka og Skaga, móðurfélags tryggingafélagsins VÍS og fjárfestingarbankans Fossa, hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og undirritað skilmálaskjal. Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að hluthafar Skaga eignist rúmlega 320 milljón nýja hluti í Íslandsbanka í skiptum fyrir hlutabréf sín í Skaga sem svarar til um fimmtán prósenta útgefins hlutafjár í sameinuðu félagi. „Fordæmalaust“ ástand hjá SKE Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir að almenningur muni lítið finna fyrir samrunanum ef úr honum verður. „Áhrif á neytendur eru væntanlega takmörkuð. Skagi er ekki á viðskiptabankasviði en þetta gæti haft jákvæð áhrif í gegnum samstarf Íslandsbanka og Vís tryggingafélags. Það gætu verið hagstæðari kjör og einhverjir svona pakkar fyrir viðskiptavini.“ Samruninn muni taka tíma en ljóst er að nóg verði að gera hjá Samkeppniseftirlitinu næstu misseri. „Þeir eru væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu þessa dagana því þetta er þriðja stóra samrunatilkynningin sem hefur komið á stuttum tíma. Það er mikil vinna fram undan. Það er mjög líklegt að þetta taki enn lengri tíma en ella út af því.“ Er jafnvel tilefni til að SKE bæti við sig mannskap? Hefur álíka staða komið upp áður? „Ég held að þetta sé fordæmalaust. Þetta væri þá bara að fá einhverja í tímabundin verkefni.“ Töluvert af störfum sem tapast Svo virðist sem fjárfestum lítist vel á samrunann hvað Skaga varðar en gengi fyrirtækisins rauk upp í morgun og hefur hækkað um tíu prósent. Gengi Íslandsbanka hefur staðið í stað enn sem komið er. „Það er alveg kýrskýrt að ástæðan fyrir þessum samrunaviðræðum er að ná fram einhverri hagræðingu og Íslandsbanki mun vega 85 prósent í þessum samruna svo 85 prósent af ábatanum mun falla til hluthafa Íslandsbanka.“ Nokkrar hreyfingar hafa verið á fjármálamarkaði síðustu misserin. Þannig keypti Landsbankinn tryggingafélagið TM sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkti fyrir um ári. Þá eiga Arion banki og Kvika nú í samrunaviðræðum, en stjórnir bæði Íslandsbanka og Arion óskuðu á sínum tíma eftir sameiningarviðræðum við Kviku. Snorri segir ljóst að íslenskir bankar keppist um að auka ávinning og arðsemi. „Það sem blasir við er að rekstrarumhverfið er erfiðara en hjá nágrannalöndum okkar út af hærri eiginfjárkröfum og hærri sköttum. Arðsemi íslenskra viðskiptabanka er lægri en í nágrannalöndum okkar. Ef við ætlum að vera á sama stað og þeir bankar þá þarf að hagræða eða þá hitt að kröfur og skattar verði lækkaðir á viðskiptabankanna.“ Þar sem um samruna mismunandi fyrirtækja er að ræða telur Snorri að samruninn verði léttari en ella. „Ef þetta væru tveir viðskiptabankar eða viðskiptabanki og fjárfestingarbanki að sameinast þá er slíkur samruni alltaf léttari. Róðurinn verður léttari. Þetta er ólíkur rekstur og þá er samlægðin minni en líkur á samruna meiri. Það mun tapast örugglega töluvert af störfum vegna þess að ávinningur af þessum samruna er fyrst og fremst kostnaðarhagræði.“ Íslandsbanki Skagi Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Stjórnir Íslandsbanka og Skaga, móðurfélags tryggingafélagsins VÍS og fjárfestingarbankans Fossa, hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og undirritað skilmálaskjal. Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að hluthafar Skaga eignist rúmlega 320 milljón nýja hluti í Íslandsbanka í skiptum fyrir hlutabréf sín í Skaga sem svarar til um fimmtán prósenta útgefins hlutafjár í sameinuðu félagi. „Fordæmalaust“ ástand hjá SKE Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir að almenningur muni lítið finna fyrir samrunanum ef úr honum verður. „Áhrif á neytendur eru væntanlega takmörkuð. Skagi er ekki á viðskiptabankasviði en þetta gæti haft jákvæð áhrif í gegnum samstarf Íslandsbanka og Vís tryggingafélags. Það gætu verið hagstæðari kjör og einhverjir svona pakkar fyrir viðskiptavini.“ Samruninn muni taka tíma en ljóst er að nóg verði að gera hjá Samkeppniseftirlitinu næstu misseri. „Þeir eru væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu þessa dagana því þetta er þriðja stóra samrunatilkynningin sem hefur komið á stuttum tíma. Það er mikil vinna fram undan. Það er mjög líklegt að þetta taki enn lengri tíma en ella út af því.“ Er jafnvel tilefni til að SKE bæti við sig mannskap? Hefur álíka staða komið upp áður? „Ég held að þetta sé fordæmalaust. Þetta væri þá bara að fá einhverja í tímabundin verkefni.“ Töluvert af störfum sem tapast Svo virðist sem fjárfestum lítist vel á samrunann hvað Skaga varðar en gengi fyrirtækisins rauk upp í morgun og hefur hækkað um tíu prósent. Gengi Íslandsbanka hefur staðið í stað enn sem komið er. „Það er alveg kýrskýrt að ástæðan fyrir þessum samrunaviðræðum er að ná fram einhverri hagræðingu og Íslandsbanki mun vega 85 prósent í þessum samruna svo 85 prósent af ábatanum mun falla til hluthafa Íslandsbanka.“ Nokkrar hreyfingar hafa verið á fjármálamarkaði síðustu misserin. Þannig keypti Landsbankinn tryggingafélagið TM sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkti fyrir um ári. Þá eiga Arion banki og Kvika nú í samrunaviðræðum, en stjórnir bæði Íslandsbanka og Arion óskuðu á sínum tíma eftir sameiningarviðræðum við Kviku. Snorri segir ljóst að íslenskir bankar keppist um að auka ávinning og arðsemi. „Það sem blasir við er að rekstrarumhverfið er erfiðara en hjá nágrannalöndum okkar út af hærri eiginfjárkröfum og hærri sköttum. Arðsemi íslenskra viðskiptabanka er lægri en í nágrannalöndum okkar. Ef við ætlum að vera á sama stað og þeir bankar þá þarf að hagræða eða þá hitt að kröfur og skattar verði lækkaðir á viðskiptabankanna.“ Þar sem um samruna mismunandi fyrirtækja er að ræða telur Snorri að samruninn verði léttari en ella. „Ef þetta væru tveir viðskiptabankar eða viðskiptabanki og fjárfestingarbanki að sameinast þá er slíkur samruni alltaf léttari. Róðurinn verður léttari. Þetta er ólíkur rekstur og þá er samlægðin minni en líkur á samruna meiri. Það mun tapast örugglega töluvert af störfum vegna þess að ávinningur af þessum samruna er fyrst og fremst kostnaðarhagræði.“
Íslandsbanki Skagi Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira