Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 21:16 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar gegn Vicky Lopez á Johan Cruyff leikvanginum í Barcelona í kvöld. Getty/Judit Cartiel Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira