Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2025 21:01 Meirihlutinn hefur talað. Langflestir eru hrifnari af því að einkunnir séu birtar í tölustöfum en bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Getty Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari. Í allnokkur ár hafa einkunnir í íslenskum grunnskólum verið gefnar í bókstöfum í stað tölustafa líkt og áður var. Sitt sýnist hverjum um hvort er betra, en samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 15. til 19. september liggur fyrir nokkuð afdráttarlaus skoðun meirihlutans. Ríflega 88% svarenda finnst að einkunnir í íslenskum skólum eigi að vera birtar í tölustöfum. Innan við tíu prósentum finnst það ekki skipta máli og aðeins 2,6 prósent segjast vilja hafa einkunnir í bókstöfum. Lítill munur er á svörum eftir aldri, þar sem yfirgnæfandi meirihluti í öllum aldurshópum er hrifnari af tölustöfum en bókstöfum, flestir þó á aldrinum 18 til 29 ára og fæstum á aldrinum 40 til 49 ára. Fjöldatölur eru við hvern hóp. Aðeins er greint eftir bakgrunni fyrir þá hópa þar sem 5 eða fleiri svöruðu spurningunni.Maskína Ekki var mikill munur á svörum eftir öðrum breytum heldur. Myndin hér að neðan sýnir hvernig svör dreifðust eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, heimilistekjum og afstöðu til stjórnmálaflokka. Íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og kjósendur Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru þó öllu líklegri til að telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu í tölu- eða bókstöfum, en yfirgnæfandi meirihluti í öllum hópum kveðst hlynntari tölustöfum. Alls svöruðu 990 einstaklingar könnuninni. Líkt og niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna eru svarendur allir 18 ára eða eldri. Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nokkra nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en þar fá nemendur einkunnir sínar í tölustöfum en ekki í bókstöfum líkt og þeir eru vanir úr grunnskóla. Líkt og heyra má í fréttinni hér að neðan hafa margir nemenda sterka skoðun á því hvort þeim finnst betra, bókstafir eða tölustafir. Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skoðanakannanir Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Í allnokkur ár hafa einkunnir í íslenskum grunnskólum verið gefnar í bókstöfum í stað tölustafa líkt og áður var. Sitt sýnist hverjum um hvort er betra, en samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 15. til 19. september liggur fyrir nokkuð afdráttarlaus skoðun meirihlutans. Ríflega 88% svarenda finnst að einkunnir í íslenskum skólum eigi að vera birtar í tölustöfum. Innan við tíu prósentum finnst það ekki skipta máli og aðeins 2,6 prósent segjast vilja hafa einkunnir í bókstöfum. Lítill munur er á svörum eftir aldri, þar sem yfirgnæfandi meirihluti í öllum aldurshópum er hrifnari af tölustöfum en bókstöfum, flestir þó á aldrinum 18 til 29 ára og fæstum á aldrinum 40 til 49 ára. Fjöldatölur eru við hvern hóp. Aðeins er greint eftir bakgrunni fyrir þá hópa þar sem 5 eða fleiri svöruðu spurningunni.Maskína Ekki var mikill munur á svörum eftir öðrum breytum heldur. Myndin hér að neðan sýnir hvernig svör dreifðust eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, heimilistekjum og afstöðu til stjórnmálaflokka. Íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og kjósendur Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru þó öllu líklegri til að telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu í tölu- eða bókstöfum, en yfirgnæfandi meirihluti í öllum hópum kveðst hlynntari tölustöfum. Alls svöruðu 990 einstaklingar könnuninni. Líkt og niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna eru svarendur allir 18 ára eða eldri. Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nokkra nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en þar fá nemendur einkunnir sínar í tölustöfum en ekki í bókstöfum líkt og þeir eru vanir úr grunnskóla. Líkt og heyra má í fréttinni hér að neðan hafa margir nemenda sterka skoðun á því hvort þeim finnst betra, bókstafir eða tölustafir.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skoðanakannanir Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira