Hæstiréttur hafnar Alex Jones Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 10:21 Alex Jones þegar hann bar vitni í dómsal árið 2022. AP/Tyler Sizemore Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar. Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira