Hæstiréttur hafnar Alex Jones Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 10:21 Alex Jones þegar hann bar vitni í dómsal árið 2022. AP/Tyler Sizemore Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar. Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent