Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar 15. október 2025 11:00 Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál PISA-könnun Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar