VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 11:32 Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar