Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 23:31 Angel Reese stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti til vinnu á tískusýningu Victoria's Secret. Getty/ Arturo Holmes Stjörnur WNBA-deildarinnar í körfubolta nota margar hverjar frítíma sinn eftir tímabilið til að spila í Evrópu til að auka tekjurnar en ein sú öflugasta er aftur á móti upptekin við fyrirsætustörf. Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) WNBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret)
WNBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira