„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:04 Alma Ýr formaður ÖBÍ segir allt of marga falla í fátæktargildruna hér á landi. Vísir/Anton Brink Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira