Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:15 Marin Zdravkov Levidzhov var algjörlega heillaður af Manchester United. Getty/Phil Cole Stuðningsmenn Manchester United eru af öllum stærðum og gerðum en það verður erfitt að finna heittrúaðri stuðningsmann en Marin Zdravkov Levidzhov. Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira