Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2025 07:31 Norskir skíðaskotfimimenn mæta á keppnistaðinn í Þýskalandi með þyrlu sem þykir mjög óvenjulegt. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Norskir skíðaskotfimimenn hafa tekið þá sérstöku ákvörðun að fljúga með einkaþyrlu á næstu keppni sína. Um helgina fer fram sýningarmótið „Loop One“ í fyrsta sinn en það verður haldið í Ólympíugarðinum í München. Tímabilið byrjar vanalega ekki svo snemma hjá bestu skíðaskotfimimönnum heims og norska ríkisútvarpið segir að það séu ekki allir ánægðir með þessa nýjung Alþjóðaskíðaskotfimissambandsins (IBU). Keppnin rekst meðal annars á við háfjallaæfingabúðir norska landsliðsins í Lavazè þar sem undirbúningurinn fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn. „Það verður svolítið erfitt að gera hvort tveggja. En svo hafa stjórnendurnir fundið lausn sem er eins hagkvæm og mögulegt er, sem er kannski ekki það sem við viljum standa fyrir hvað varðar sjálfbærni,“ sagði Sturla Holm Lægreid við NRK. Þar vísar hann í átak hjá skíðagöngumönnunum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda var nefnt af Norska skíðaskotfimissambandinu sem eitt af þremur mikilvægum málum fyrir sambandið undir þemanu sjálfbærni. Þeir hafa sett sér það undirmarkmið að minnka kolefnisspor sitt fyrir árið 2026. Lausnin er því ekki hagkvæm fyrir umhverfið en hún er sú að norsku skíðaskotfimistjörnurnar munu taka þyrlu frá Norður-Ítalíu til Þýskalands, ferð sem tekur eina klukkustund en þetta eru um tvö hundruð kílómetrar í beinni loftlínu. Sama vegalengd myndi taka um fimm klukkustundir í bíl. Þyrluflugið kostar fjórtán þúsund evrur fram og til baka, sem eru tæplega tvær milljónir í íslenskum krónum. Að sögn Per Arne Botnan, íþróttastjóra hjá Norska skíðaskotfimissambandinu, stefna þeir nú á að taka tvær þyrlur til að koma öllum keppendum og þjálfurum frá Lavazè. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi í upphafi, en svo koma Ólympíuleikarnir og þetta er eitthvað sem við teljum okkur neydd til af IBU. Þetta var eina leiðin til að takmarka skaðann af háfjalladvölinni,“ sagði Lægreid. Skíðaíþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sjá meira
Um helgina fer fram sýningarmótið „Loop One“ í fyrsta sinn en það verður haldið í Ólympíugarðinum í München. Tímabilið byrjar vanalega ekki svo snemma hjá bestu skíðaskotfimimönnum heims og norska ríkisútvarpið segir að það séu ekki allir ánægðir með þessa nýjung Alþjóðaskíðaskotfimissambandsins (IBU). Keppnin rekst meðal annars á við háfjallaæfingabúðir norska landsliðsins í Lavazè þar sem undirbúningurinn fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn. „Það verður svolítið erfitt að gera hvort tveggja. En svo hafa stjórnendurnir fundið lausn sem er eins hagkvæm og mögulegt er, sem er kannski ekki það sem við viljum standa fyrir hvað varðar sjálfbærni,“ sagði Sturla Holm Lægreid við NRK. Þar vísar hann í átak hjá skíðagöngumönnunum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda var nefnt af Norska skíðaskotfimissambandinu sem eitt af þremur mikilvægum málum fyrir sambandið undir þemanu sjálfbærni. Þeir hafa sett sér það undirmarkmið að minnka kolefnisspor sitt fyrir árið 2026. Lausnin er því ekki hagkvæm fyrir umhverfið en hún er sú að norsku skíðaskotfimistjörnurnar munu taka þyrlu frá Norður-Ítalíu til Þýskalands, ferð sem tekur eina klukkustund en þetta eru um tvö hundruð kílómetrar í beinni loftlínu. Sama vegalengd myndi taka um fimm klukkustundir í bíl. Þyrluflugið kostar fjórtán þúsund evrur fram og til baka, sem eru tæplega tvær milljónir í íslenskum krónum. Að sögn Per Arne Botnan, íþróttastjóra hjá Norska skíðaskotfimissambandinu, stefna þeir nú á að taka tvær þyrlur til að koma öllum keppendum og þjálfurum frá Lavazè. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi í upphafi, en svo koma Ólympíuleikarnir og þetta er eitthvað sem við teljum okkur neydd til af IBU. Þetta var eina leiðin til að takmarka skaðann af háfjalladvölinni,“ sagði Lægreid.
Skíðaíþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sjá meira