Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. október 2025 07:02 Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið. Til að mynda ritaði dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur grein á vefritið Kjarnann um árið þar sem hann benti á það að hvorki vextir né verðbólga hér á landi væru afleiðingar krónunnar sem slíkrar. Sama ætti við um verðtrygginguna. Ólafur sýndi þar fram á það að fullyrðingar um að háir vextir væru afleiðing þess að krónan væri lítill gjaldmiðill gengju ekki upp. Þá ætti það sama að eiga um önnur lítil hagkerfi með eigin mynt. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Meginvandamálið væri langtímavextir. Þar eins og annars staðar skipti stofnanaumgjörðin sem sköpuð hefði verið í kringum gjaldmiðilinn mestu máli. Dæmi um áhrif hennar á langtímavexti væri uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðunum væri lagalega skylt að tryggja 3,5% ávöxtun á það fé sem þeim væri treyst fyrir. Þar á meðal og ekki sízt í gegnum lánveitingar. Þegar svo stór aðili á markaði hefði slíkar lagalegar skyldur hefði það vitanlega mjög mikil áhrif á allan markaðinn. Fullyrðingar um að verðbólga væri afleiðing krónunnar væru sem fyrr segir sama marki brenndar að sögn Ólafs. Þar væri því gjarnan haldið fram að verðbólgan væri afleiðing þess að krónan hefði glatað mest öllu upprunalegu verðgildi sínu. „Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun.“ „Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu.“ Hvað verðtrygginguna varðaði væri hún hluti stofnanaumgjarðar hagkerfisins. „Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A ekki af sér C,“ segir áfram. Þótt mörgum þætti þægilegt að gera krónuna að blóraböggli væri ekki hægt að kenna henni um heimatilbúin vandamál. „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn - Íslendingar - hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið. Til að mynda ritaði dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur grein á vefritið Kjarnann um árið þar sem hann benti á það að hvorki vextir né verðbólga hér á landi væru afleiðingar krónunnar sem slíkrar. Sama ætti við um verðtrygginguna. Ólafur sýndi þar fram á það að fullyrðingar um að háir vextir væru afleiðing þess að krónan væri lítill gjaldmiðill gengju ekki upp. Þá ætti það sama að eiga um önnur lítil hagkerfi með eigin mynt. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Meginvandamálið væri langtímavextir. Þar eins og annars staðar skipti stofnanaumgjörðin sem sköpuð hefði verið í kringum gjaldmiðilinn mestu máli. Dæmi um áhrif hennar á langtímavexti væri uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðunum væri lagalega skylt að tryggja 3,5% ávöxtun á það fé sem þeim væri treyst fyrir. Þar á meðal og ekki sízt í gegnum lánveitingar. Þegar svo stór aðili á markaði hefði slíkar lagalegar skyldur hefði það vitanlega mjög mikil áhrif á allan markaðinn. Fullyrðingar um að verðbólga væri afleiðing krónunnar væru sem fyrr segir sama marki brenndar að sögn Ólafs. Þar væri því gjarnan haldið fram að verðbólgan væri afleiðing þess að krónan hefði glatað mest öllu upprunalegu verðgildi sínu. „Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun.“ „Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu.“ Hvað verðtrygginguna varðaði væri hún hluti stofnanaumgjarðar hagkerfisins. „Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A ekki af sér C,“ segir áfram. Þótt mörgum þætti þægilegt að gera krónuna að blóraböggli væri ekki hægt að kenna henni um heimatilbúin vandamál. „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn - Íslendingar - hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun