Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 11:04 Nebojsa Pavkovic (t.v.) á heræfingu í Serbíu árið 2000, ári eftir að stríði Serba í Kósovó lauk. Hann var síðar dæmdur fyrir stríðsglæpi og fangelsaður í Finnlandi. AP/Darko Vijinovic Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið. Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið.
Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56