Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar 21. október 2025 16:02 Lagasetningum Alþingis hættir til að vera hinum sterka í vil í þeim tilgangi að hann geti unnið sem flest dómsmál.Í ákveðnu dómsmáli sem ég lenti í fór ég fram á að fenginn yrði sérfræðingur til þess að gera flókna rannsókn á ákveðnum þætti málsins og skila áliti. Um var að ræða rithandarrannsókn. Ég gat ekki betur séð en að það væri skýlaus réttur minn samkvæmt lögum. Samt kostaði það margra mánaða þref fram og aftur mjög til tekjuauka fyrir báða lögmennina. Það var hins vegar bara byrjunin á þrefinu.Eftir að búið er að dómkveðja rannsakanda, sem enn getur þýtt einhverra mánaða þref, kemur dómarinn ekki að málinu nema eitthvað í því sé beinlínis kært til hans. Það þýðir í raun að málflytjandinn sem fer fram á matið reynir væntanlega að fá því framgengt meðan hinn getur reynt að þvælast fyrir af öllum mætti.Málið er unnið samkvæmt stífum reglum sem virðast gefa ótal mörg færi á nánast endalausum deilum um allt milli himins og jarðar sem lögmenn þiggja góðar þóknanir fyrir. Rannsóknin stóð með öllu þrefinu yfir í meira en eitt ár og kostaði mig einhverjar milljónir króna.Nærvera dómarans í öðrum þáttum dómsmálsins virðist slá eitthvað á alla vitleysuna sem þó er ærin eins og lýst var í síðustu grein minni sem var birt hér á Vísi 10.10. síðastliðinn. Í þessum þætti getur hún fengið byr undir báða vængi og flogið með himintunglum.Lögin bera það með sér að eingöngu virðist vera gert ráð fyrir tiltölulega einföldu viðfangsefni. Til dæmis að verið sé að verðmeta eitthvað sem er sæmilega augljóst bæði fyrir þann sem metur og aðila málsins. Sé það flókið mál eins og til dæmis rannsókn rithandar er um allt annað að ræða. Lögin eru þannig að málið eigi að vera einfalt sama hvað. Lagaramminn er nákvæmlega sá sami.Geti aðili ekki sætt sig við niðurstöðu matsins er leyfilegt að fá svokallað yfirmat framkvæmt. Í því má einungis meta hvort fyrra matið sé rétt. Bannað er samkvæmt lögum að hnika neinu í þeim spurningum sem rannsakandinn á að svara. Sama hvort rannsóknin sé flókin eða einföld. Þetta setur þann sem fer fram á rannsóknina í erfiða stöðu sem getur verið mjög kostnaðarsöm. Hann verður helst að vita fyrirfram hvernig málið er unnið og hvernig komist er að niðurstöðu.Til þess að bera sigur úr býtum í þessu máli innan núgildandi laga þurfti ég að vera sjálfur sérfræðingur í rithandarrannsóknum eða að einhver slíkur væri mér til aðstoðar allan tímann sem málið stóð yfir. Vegna mikilvægis þess að koma þegar í upphafi með hárréttar spurningar hefði hann þurft að hefja rannsóknina með því að kanna málið sjálfur og ekki hætta fyrr en öllum steinum hefði verið velt. Hann hefði þurft að setja upp þær spurningar sem hinn dómkvaddi rannsakandi hefði átt að svara á þann veg að málið hefði afhjúpast þannig að sannleikurinn hefði komið í ljós. Ég hefði ef til vill þurft að greiða milljónir króna fyrir það áður en hin raunverulega rannsókn hefði farið fram. Ég er heldur ekki viss um að löglegt hefði verið talið að fara þessa leið. Hugsanlegt er að hún hefði þótt of leiðbeinandi fyrir hina dómkvöddu sérfræðinga sem myndu kveða upp úrskurð fyrir dómi. Skrýtið er að segja að það hefði þurft að gera eitthvað ólöglegt til þess að fá réttan og sanngjarnan dóm. Án þess átti ég litla möguleika og einungis ef heppni hefði ráðið för. Því fór sem fór en svona eru lögin frá Alþingi. Þeim hættir til að vera hinum sterka í vil. Hann einn hefur í raun efni á að fara í mál.Benda má á að í hinu alþjóðlega rannsóknarumhverfi er starfað þannig að vísindamenn byggi á rannsóknum annarra til þess að komast að niðurstöðu. Þá er spurningunum sem á að svara í raun breytt í sífellu.Dómskerfið þyrfti að vera í tengslum við fólk með þekkingu á sem flestum sviðum. Til þess mætti leita þegar flókin mál koma upp, bæði í upphafi máls og milli rannsókna. Verk þess í þessu máli yrði að meta verkefnið hlutlaust, þær spurningar sem þyrfti að svara í upphafsrannsókninni og leiðbeina milli rannsókna um atriði sem ekki hefðu verið könnuð eða þá ekki nægilega vel og hvernig þyrfti að breyta spurningunum sem svara ætti þannig að sannleikurinn komi í ljós. Vegna þess að breyta mætti spurningunum milli rannsókna yrði kostnaðurinn langtum minni en vegna ofangreinds sérfræðings, væntanlega verið einhver hundruð þúsund í stað milljóna. Ég geri einnig ráð fyrir að hann yrði hluti af dómskerfinu og kostnaðurinn því greiddur úr ríkissjóði.Sannleikurinn í áður greindri rannsókn kom í ljós eftir að búið var að dæma í málinu mér í óhag, einnig í Hæstarétti (Þetta var áður en Landsréttur var settur á stofn) og dómsmálið því að baki. Það var gert með því að fara dýpra ofan í málið og skoða það frá öðrum hliðum sem gerði það að verkum að komist var að þveröfugri niðurstöðu, það er mér í hag. Hvað varðar lagasetningar Alþingis er hér að ofan sérstaklega bent á tvö atriði:Annað atriðið er hvernig áherslur í lögunum sem í síðustu grein var sýnt fram á að gæti eitt og sér valdið því að hinn fjársterki gæti unnið nær öll mál, getur í þessum þætti dómsmáls verið magnað upp í hæstu hæðir til stuðnings fyrir hinn sterka.Hitt atriðið er að einungis fjársterkur aðili hafi í raun efni á því að sérfræðingur rannsaki og gefi álit í flóknu viðfangsefni í þeim tilgangi að sannleikurinn komi í ljós þannig að hann stuðli að réttum dómi.Ég held að urmull svona „smáatriða“ hinum sterka í vil þrífist í dómskerfinu og einnig heilir lagabálkar. Ofangreint sýnir einnig hve mikil áhætta fylgir því að óbreyttu að fara í dómsmál og hve illa hið háa Alþingi fer í raun með almenning þegar kemur að dómsmálum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lagasetningum Alþingis hættir til að vera hinum sterka í vil í þeim tilgangi að hann geti unnið sem flest dómsmál.Í ákveðnu dómsmáli sem ég lenti í fór ég fram á að fenginn yrði sérfræðingur til þess að gera flókna rannsókn á ákveðnum þætti málsins og skila áliti. Um var að ræða rithandarrannsókn. Ég gat ekki betur séð en að það væri skýlaus réttur minn samkvæmt lögum. Samt kostaði það margra mánaða þref fram og aftur mjög til tekjuauka fyrir báða lögmennina. Það var hins vegar bara byrjunin á þrefinu.Eftir að búið er að dómkveðja rannsakanda, sem enn getur þýtt einhverra mánaða þref, kemur dómarinn ekki að málinu nema eitthvað í því sé beinlínis kært til hans. Það þýðir í raun að málflytjandinn sem fer fram á matið reynir væntanlega að fá því framgengt meðan hinn getur reynt að þvælast fyrir af öllum mætti.Málið er unnið samkvæmt stífum reglum sem virðast gefa ótal mörg færi á nánast endalausum deilum um allt milli himins og jarðar sem lögmenn þiggja góðar þóknanir fyrir. Rannsóknin stóð með öllu þrefinu yfir í meira en eitt ár og kostaði mig einhverjar milljónir króna.Nærvera dómarans í öðrum þáttum dómsmálsins virðist slá eitthvað á alla vitleysuna sem þó er ærin eins og lýst var í síðustu grein minni sem var birt hér á Vísi 10.10. síðastliðinn. Í þessum þætti getur hún fengið byr undir báða vængi og flogið með himintunglum.Lögin bera það með sér að eingöngu virðist vera gert ráð fyrir tiltölulega einföldu viðfangsefni. Til dæmis að verið sé að verðmeta eitthvað sem er sæmilega augljóst bæði fyrir þann sem metur og aðila málsins. Sé það flókið mál eins og til dæmis rannsókn rithandar er um allt annað að ræða. Lögin eru þannig að málið eigi að vera einfalt sama hvað. Lagaramminn er nákvæmlega sá sami.Geti aðili ekki sætt sig við niðurstöðu matsins er leyfilegt að fá svokallað yfirmat framkvæmt. Í því má einungis meta hvort fyrra matið sé rétt. Bannað er samkvæmt lögum að hnika neinu í þeim spurningum sem rannsakandinn á að svara. Sama hvort rannsóknin sé flókin eða einföld. Þetta setur þann sem fer fram á rannsóknina í erfiða stöðu sem getur verið mjög kostnaðarsöm. Hann verður helst að vita fyrirfram hvernig málið er unnið og hvernig komist er að niðurstöðu.Til þess að bera sigur úr býtum í þessu máli innan núgildandi laga þurfti ég að vera sjálfur sérfræðingur í rithandarrannsóknum eða að einhver slíkur væri mér til aðstoðar allan tímann sem málið stóð yfir. Vegna mikilvægis þess að koma þegar í upphafi með hárréttar spurningar hefði hann þurft að hefja rannsóknina með því að kanna málið sjálfur og ekki hætta fyrr en öllum steinum hefði verið velt. Hann hefði þurft að setja upp þær spurningar sem hinn dómkvaddi rannsakandi hefði átt að svara á þann veg að málið hefði afhjúpast þannig að sannleikurinn hefði komið í ljós. Ég hefði ef til vill þurft að greiða milljónir króna fyrir það áður en hin raunverulega rannsókn hefði farið fram. Ég er heldur ekki viss um að löglegt hefði verið talið að fara þessa leið. Hugsanlegt er að hún hefði þótt of leiðbeinandi fyrir hina dómkvöddu sérfræðinga sem myndu kveða upp úrskurð fyrir dómi. Skrýtið er að segja að það hefði þurft að gera eitthvað ólöglegt til þess að fá réttan og sanngjarnan dóm. Án þess átti ég litla möguleika og einungis ef heppni hefði ráðið för. Því fór sem fór en svona eru lögin frá Alþingi. Þeim hættir til að vera hinum sterka í vil. Hann einn hefur í raun efni á að fara í mál.Benda má á að í hinu alþjóðlega rannsóknarumhverfi er starfað þannig að vísindamenn byggi á rannsóknum annarra til þess að komast að niðurstöðu. Þá er spurningunum sem á að svara í raun breytt í sífellu.Dómskerfið þyrfti að vera í tengslum við fólk með þekkingu á sem flestum sviðum. Til þess mætti leita þegar flókin mál koma upp, bæði í upphafi máls og milli rannsókna. Verk þess í þessu máli yrði að meta verkefnið hlutlaust, þær spurningar sem þyrfti að svara í upphafsrannsókninni og leiðbeina milli rannsókna um atriði sem ekki hefðu verið könnuð eða þá ekki nægilega vel og hvernig þyrfti að breyta spurningunum sem svara ætti þannig að sannleikurinn komi í ljós. Vegna þess að breyta mætti spurningunum milli rannsókna yrði kostnaðurinn langtum minni en vegna ofangreinds sérfræðings, væntanlega verið einhver hundruð þúsund í stað milljóna. Ég geri einnig ráð fyrir að hann yrði hluti af dómskerfinu og kostnaðurinn því greiddur úr ríkissjóði.Sannleikurinn í áður greindri rannsókn kom í ljós eftir að búið var að dæma í málinu mér í óhag, einnig í Hæstarétti (Þetta var áður en Landsréttur var settur á stofn) og dómsmálið því að baki. Það var gert með því að fara dýpra ofan í málið og skoða það frá öðrum hliðum sem gerði það að verkum að komist var að þveröfugri niðurstöðu, það er mér í hag. Hvað varðar lagasetningar Alþingis er hér að ofan sérstaklega bent á tvö atriði:Annað atriðið er hvernig áherslur í lögunum sem í síðustu grein var sýnt fram á að gæti eitt og sér valdið því að hinn fjársterki gæti unnið nær öll mál, getur í þessum þætti dómsmáls verið magnað upp í hæstu hæðir til stuðnings fyrir hinn sterka.Hitt atriðið er að einungis fjársterkur aðili hafi í raun efni á því að sérfræðingur rannsaki og gefi álit í flóknu viðfangsefni í þeim tilgangi að sannleikurinn komi í ljós þannig að hann stuðli að réttum dómi.Ég held að urmull svona „smáatriða“ hinum sterka í vil þrífist í dómskerfinu og einnig heilir lagabálkar. Ofangreint sýnir einnig hve mikil áhætta fylgir því að óbreyttu að fara í dómsmál og hve illa hið háa Alþingi fer í raun með almenning þegar kemur að dómsmálum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun