Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. október 2025 16:02 Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sundlaugar og baðlón Reykjavík Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun