Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar 22. október 2025 07:31 Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja. Í fyrstu myndi maður ætla að steinaldarfólkið myndi óska sér eldfæri, betri verkfæri eða kannski útsæði fyrir einhverjum góðum mat. Vandamálið er bara að sú manneskja myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að átta sig á framtíðartilvist þessara hluta. Að öllum líkindum myndi hún bara óska sér betri hellis, stærra og þykkara bareflis og vitneskju um tryggari veiðilendur. Þær tækniframfarir, og öll þau lífsgæði sem þeim fylgja, sem hafa orðið á síðustu árþúsundum eru nefnilega ekki sjálfsprottin heldur afurð af hugviti og þekkingarleitar. STEM greinar Á Alþingi fór fram sérstök umræða á mánudag, að beiðni undirritaðs, um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, tækni-, raunvísinda- og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Þetta eru þær námsgreinar sem oft eru kallaðar STEM-greinar (science, technology, engineering & mathematics). Tilefnið var það að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda síðustu ár um að efla nám í þessum greinum og fjölga nemendum, hefur þeim fækkað. Alþingi ályktaði til að mynda árið 2023 um að unnið skyldi að því að fjölga nemendum í þessum greinum. Heildarfjöldi innritaðra nemenda í íslenskum háskólum síðan þá hefur aukist um rúmlega tvö þúsund. En sú fjölgun hefur hins vegar ekki skilað sér í þær greinar sem sérstaklega hefur verið stefnt að því að efla. Af hverju að efla STEM-greinar? Það er ekki að ástæðulausu sem lögð hefur verið áhersla á að efla STEM-greinar í opinberri stefnumótun síðustu ára. Á Íslandi hefur hin hugvitsdrifna, fjórða stoð hagkerfisins verið að ryðja sér til rúms. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, Kerecis, CCP, Controlant og fleiri. Hugvitsdrifin verðmætasköpun hefur þann frábæra eiginleika að hún er ekki bundin af takmörkuðum náttúruauðlindum í sama mæli og aðrar atvinnugreinar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Þessi fjórða stoð íslensks hagkerfis byggir á vísindum, tækni og verkfræði og er drifin áfram af STEM-menntuðu fólki. Framleiðni í slíkum störfum er mikil og vaxtarhorfur sterkar. Eitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar með því að leggja fram atvinnustefnu er að auka framleiðni – og til þess þarf að fjölga fólki með þá þekkingu sem slík verðmætasköpun byggir á. Ísland undir meðaltali OECD Samkvæmt nýjustu Education at a Glance 2025 skýrslu OECD ljúka einungis 18% bakkalársútskrifaðra á Íslandi námi í STEM-greinum. Meðaltal OECD-ríkja er 23%, en í Finnlandi og Þýskalandi er hlutfallið yfir 30%. Ísland er því nokkuð neðar en nágrannaríkin í hlutfalli STEM-menntaðra. Þetta hefur bein áhrif á getu okkar til að nýta nýja tækni, þróa lausnir við áskorunum samtímans og byggja upp þekkingarsamfélag. Ísland er land með mikla möguleika – en möguleikar glatast ef færnin og menntunin sem þarf til að skapa verðmætin er ekki til staðar. Af þessari ástæðu hefur OECD sérstaklega beint því til okkar Íslendinga í skýrslum sínum að leggja þurfi meiri áherslu á raungreinar sem og auka áhuga stúlkna og kvenna á námi á þessu sviði, þar sem enn ríkir mikill kynjahalli. Hvað getum við gert? Árið 2023 var áformum stjórnvalda um eflingu raungreina fylgt eftir með veitingu 250 milljóna króna beint til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Þessir fjármunir hafa nýst vel, meðal annars til að bæta móttöku nýnema og draga úr brottfalli. Við þurfum að halda áfram þessum stuðningi – og útvíkka hann til annarra skóla þar sem kenndar eru STEM-greinar. Í sérstöku umræðunni á mánudag hvatti ég jafnframt ráðherra til að skoða það vel og af alvöru hvort tilefni sé til að beita heimild 27. greinar laga um Menntasjóð námsmanna, sem kveður á um ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á fólki með þá menntun. Það má vel færa rök fyrir því að STEM-greinar uppfylli þau skilyrði laganna. Góðu fréttirnar eru líka þær að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum litið til góðra fyrirmynda erlendis. Nágrannar okkar á Írlandi lögðu til dæmis árið 2017 fram heildstæða STEM-stefnu sem nær yfir öll skólastig, með mælanlegum markmiðum, stuðningi við kennara og virku samstarfi við atvinnulífið. Sú stefna hefur skilað árangri – bæði í fjölgun nemenda og í aukinni innritun stúlkna í raungreinar á háskólastigi. Það væri skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Til að STEM-menntun dafni á háskólastigi verður grunnurinn að vera traustur. Grunn- og framhaldsskólastigin eru fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju sem leiðir nemendur inn í vísinda- og tæknigreinar. Ef áhugi og hæfni nemenda í þessum greinum fær ekki að vaxa þar, þá verður erfitt að byggja ofan á hann síðar. Steinaldarfólk nútímans Staðreyndin er sú að hægt er að snúa við hugsunaræfingunni um nútímamanneskjuna sem heimsækir forföður sinn til steinaldar. Ef við fengjum heimsókn frá fjarlægri framtíð og fengjum sama tilboð, myndum við líklega óska eftir meiri fisk, betra húsnæði og kannski öflugri og léttari tölvur og snjalltæki. Þær tækniframfarir sem mestu munu skipta afkomendur okkar, eru flestar handan ímyndunaraflsins okkar, ennþá. Lykillinn að verðmætasköpun og bættum lífskjörum liggur í hugviti og sköpun. Því er ekki eftir neinu að bíða með að efla STEM-greinar. Bæði til að virkja hugvitið og ekki hvað síst til að við eigum fólk sem getur unnið með að þróa nýsköpunarhugmyndir sem okkar snjallasta fólk kemur með að borði. Það er verkefni okkar á Alþingi að tryggja að stefna og fjármagn fylgi þeirri framtíðarsýn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja. Í fyrstu myndi maður ætla að steinaldarfólkið myndi óska sér eldfæri, betri verkfæri eða kannski útsæði fyrir einhverjum góðum mat. Vandamálið er bara að sú manneskja myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að átta sig á framtíðartilvist þessara hluta. Að öllum líkindum myndi hún bara óska sér betri hellis, stærra og þykkara bareflis og vitneskju um tryggari veiðilendur. Þær tækniframfarir, og öll þau lífsgæði sem þeim fylgja, sem hafa orðið á síðustu árþúsundum eru nefnilega ekki sjálfsprottin heldur afurð af hugviti og þekkingarleitar. STEM greinar Á Alþingi fór fram sérstök umræða á mánudag, að beiðni undirritaðs, um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, tækni-, raunvísinda- og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Þetta eru þær námsgreinar sem oft eru kallaðar STEM-greinar (science, technology, engineering & mathematics). Tilefnið var það að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda síðustu ár um að efla nám í þessum greinum og fjölga nemendum, hefur þeim fækkað. Alþingi ályktaði til að mynda árið 2023 um að unnið skyldi að því að fjölga nemendum í þessum greinum. Heildarfjöldi innritaðra nemenda í íslenskum háskólum síðan þá hefur aukist um rúmlega tvö þúsund. En sú fjölgun hefur hins vegar ekki skilað sér í þær greinar sem sérstaklega hefur verið stefnt að því að efla. Af hverju að efla STEM-greinar? Það er ekki að ástæðulausu sem lögð hefur verið áhersla á að efla STEM-greinar í opinberri stefnumótun síðustu ára. Á Íslandi hefur hin hugvitsdrifna, fjórða stoð hagkerfisins verið að ryðja sér til rúms. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, Kerecis, CCP, Controlant og fleiri. Hugvitsdrifin verðmætasköpun hefur þann frábæra eiginleika að hún er ekki bundin af takmörkuðum náttúruauðlindum í sama mæli og aðrar atvinnugreinar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Þessi fjórða stoð íslensks hagkerfis byggir á vísindum, tækni og verkfræði og er drifin áfram af STEM-menntuðu fólki. Framleiðni í slíkum störfum er mikil og vaxtarhorfur sterkar. Eitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar með því að leggja fram atvinnustefnu er að auka framleiðni – og til þess þarf að fjölga fólki með þá þekkingu sem slík verðmætasköpun byggir á. Ísland undir meðaltali OECD Samkvæmt nýjustu Education at a Glance 2025 skýrslu OECD ljúka einungis 18% bakkalársútskrifaðra á Íslandi námi í STEM-greinum. Meðaltal OECD-ríkja er 23%, en í Finnlandi og Þýskalandi er hlutfallið yfir 30%. Ísland er því nokkuð neðar en nágrannaríkin í hlutfalli STEM-menntaðra. Þetta hefur bein áhrif á getu okkar til að nýta nýja tækni, þróa lausnir við áskorunum samtímans og byggja upp þekkingarsamfélag. Ísland er land með mikla möguleika – en möguleikar glatast ef færnin og menntunin sem þarf til að skapa verðmætin er ekki til staðar. Af þessari ástæðu hefur OECD sérstaklega beint því til okkar Íslendinga í skýrslum sínum að leggja þurfi meiri áherslu á raungreinar sem og auka áhuga stúlkna og kvenna á námi á þessu sviði, þar sem enn ríkir mikill kynjahalli. Hvað getum við gert? Árið 2023 var áformum stjórnvalda um eflingu raungreina fylgt eftir með veitingu 250 milljóna króna beint til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Þessir fjármunir hafa nýst vel, meðal annars til að bæta móttöku nýnema og draga úr brottfalli. Við þurfum að halda áfram þessum stuðningi – og útvíkka hann til annarra skóla þar sem kenndar eru STEM-greinar. Í sérstöku umræðunni á mánudag hvatti ég jafnframt ráðherra til að skoða það vel og af alvöru hvort tilefni sé til að beita heimild 27. greinar laga um Menntasjóð námsmanna, sem kveður á um ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á fólki með þá menntun. Það má vel færa rök fyrir því að STEM-greinar uppfylli þau skilyrði laganna. Góðu fréttirnar eru líka þær að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum litið til góðra fyrirmynda erlendis. Nágrannar okkar á Írlandi lögðu til dæmis árið 2017 fram heildstæða STEM-stefnu sem nær yfir öll skólastig, með mælanlegum markmiðum, stuðningi við kennara og virku samstarfi við atvinnulífið. Sú stefna hefur skilað árangri – bæði í fjölgun nemenda og í aukinni innritun stúlkna í raungreinar á háskólastigi. Það væri skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Til að STEM-menntun dafni á háskólastigi verður grunnurinn að vera traustur. Grunn- og framhaldsskólastigin eru fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju sem leiðir nemendur inn í vísinda- og tæknigreinar. Ef áhugi og hæfni nemenda í þessum greinum fær ekki að vaxa þar, þá verður erfitt að byggja ofan á hann síðar. Steinaldarfólk nútímans Staðreyndin er sú að hægt er að snúa við hugsunaræfingunni um nútímamanneskjuna sem heimsækir forföður sinn til steinaldar. Ef við fengjum heimsókn frá fjarlægri framtíð og fengjum sama tilboð, myndum við líklega óska eftir meiri fisk, betra húsnæði og kannski öflugri og léttari tölvur og snjalltæki. Þær tækniframfarir sem mestu munu skipta afkomendur okkar, eru flestar handan ímyndunaraflsins okkar, ennþá. Lykillinn að verðmætasköpun og bættum lífskjörum liggur í hugviti og sköpun. Því er ekki eftir neinu að bíða með að efla STEM-greinar. Bæði til að virkja hugvitið og ekki hvað síst til að við eigum fólk sem getur unnið með að þróa nýsköpunarhugmyndir sem okkar snjallasta fólk kemur með að borði. Það er verkefni okkar á Alþingi að tryggja að stefna og fjármagn fylgi þeirri framtíðarsýn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun