Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 11:10 Heimsmeistarabikarinn sem sigurvegarinn á fær í sinn hlut. FIFA malar gull en spilling hefur grasserað á meðal æðstu stjórnenda þar um árabil. Vísir/EPA Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. Kæran snýst um svo svokölluð stafræn skírteini (NFT) en það er tegund af sýndareignum sem hafa orðið fyrirferðarmiklar á undanförnum árum. Skírteinin innihalda stafrænar útgáfur af atvikum á mótum FIFA og spjöld með leikmönnum í takmörkuðu upplagi. Sumum þessara skírteina fylgir réttur til þess að kaupa miða á ákveðna leiki á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í Norður-Ameríku á næsta ári. Sá réttur er þó háður ýmsum breytum, meðal annars hvort að lið þess sem kaupir skírteinið komist á mótið. Skírteinin eru seld á vef FIFA og ganga svo kaupum og sölum á sérstöku markaðstorgi á vegum sambandsins. Svissneska eftirlitsstofnunin hóf nýlega frumkvæðisathugun á NFT-sölu FIFA. Kæruna lagði hún svo fram á föstudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Höfuðstöðvar FIFA eru í Zürich í Sviss. „Á meðan á rannsókn okkar stóð voru grunsemdir staðfestar um að collect.fifa.com [innskot blaðamanns: sýndareignasölusíða FIFA] bjóði upp á veðmálastarfsemi sem er ekki með starfsleyfi í Sviss og er þar af leiðandi ólögleg,“ sagði stofnunin í yfirlýsingu. FIFA hvetti notendur síðu sinnar til þess að safna og skiptast á rafrænu skírteinunum til þess að fá aðgang að miðasölu á leiki á HM. Aðeins væri hægt að taka þátt með því að leggja fé undir og ávinningurinn væri fjárhagslegur sem byggði á handahófskenndum útdrætti. „Út frá sjónarhóli laga um fjárhættuspil eru tilboðin sem um ræðir að hluta til happdrætti og að hluta til íþróttaveðmál,“ sagði ennfremur í tilkynningu eftirlitsstofnunarinnar. FIFA hefur sagt að kaupréttur á miðum í gegnum sölu á NFT-eignir sé viðbragð sambandsins við gríðarlegri umframeftirspurn eftir miðum á leiki á heimsmeistaramótinu. Rafmyntir og sýndareignir FIFA HM 2026 í fótbolta Sviss Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kæran snýst um svo svokölluð stafræn skírteini (NFT) en það er tegund af sýndareignum sem hafa orðið fyrirferðarmiklar á undanförnum árum. Skírteinin innihalda stafrænar útgáfur af atvikum á mótum FIFA og spjöld með leikmönnum í takmörkuðu upplagi. Sumum þessara skírteina fylgir réttur til þess að kaupa miða á ákveðna leiki á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í Norður-Ameríku á næsta ári. Sá réttur er þó háður ýmsum breytum, meðal annars hvort að lið þess sem kaupir skírteinið komist á mótið. Skírteinin eru seld á vef FIFA og ganga svo kaupum og sölum á sérstöku markaðstorgi á vegum sambandsins. Svissneska eftirlitsstofnunin hóf nýlega frumkvæðisathugun á NFT-sölu FIFA. Kæruna lagði hún svo fram á föstudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Höfuðstöðvar FIFA eru í Zürich í Sviss. „Á meðan á rannsókn okkar stóð voru grunsemdir staðfestar um að collect.fifa.com [innskot blaðamanns: sýndareignasölusíða FIFA] bjóði upp á veðmálastarfsemi sem er ekki með starfsleyfi í Sviss og er þar af leiðandi ólögleg,“ sagði stofnunin í yfirlýsingu. FIFA hvetti notendur síðu sinnar til þess að safna og skiptast á rafrænu skírteinunum til þess að fá aðgang að miðasölu á leiki á HM. Aðeins væri hægt að taka þátt með því að leggja fé undir og ávinningurinn væri fjárhagslegur sem byggði á handahófskenndum útdrætti. „Út frá sjónarhóli laga um fjárhættuspil eru tilboðin sem um ræðir að hluta til happdrætti og að hluta til íþróttaveðmál,“ sagði ennfremur í tilkynningu eftirlitsstofnunarinnar. FIFA hefur sagt að kaupréttur á miðum í gegnum sölu á NFT-eignir sé viðbragð sambandsins við gríðarlegri umframeftirspurn eftir miðum á leiki á heimsmeistaramótinu.
Rafmyntir og sýndareignir FIFA HM 2026 í fótbolta Sviss Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent