„Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2025 12:56 Inga Straumland, verkefnastýra kvennaárs segist finna mikla spennu meðal fólks fyrir morgundeginum. Vísir Augu heimsbyggðarinnar beinast að Kvennaverkfallinu sem boðað hefur verið á Íslandi á morgun. Þetta segir verkefnastýra Kvennaárs en boðað hefur verið til baráttufunda um allt land. Nokkrum götum verður lokað milli klukkan tíu til fimm í miðborginni á morgun vegna sögugöngu um áfanga í kvennabaráttunni, sem hefst klukkan hálf tvö. Áætlaðar lokanir í miðborginni á föstudaginn. „Það verður einhvers konar kvenréttindakarnival þar sem konum og kvárum, sem mæta niður í bæ gefst kostur á að fara aftur til fortíðar og upplifa þá baráttu sem var í gangi þá. Leikkonur munu stíga á stokk sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og konurnar í bæjarstjórn frá 1908 og svo færum við okkur aftar í sögunni og nær nútímanum,“ segir segir Inga Auðbjörg Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Allt er þetta gert í leikrænni útfærslu eða á upplifunarmáta. Improv Ísland sér um þriðju vaktina, uppistandari sér um leikskóla og fæðingarorlof og svo verður Perla Fáfnisdóttir fegurðardrottningarkusa á sínum stað og Venusarstyttan.“ Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975.mynd/úr safni Lækjargötu við Arnarhól, á milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað frá klukkan sex í fyrramálið til níu annað kvöld en útifundur hefst á Arnarhóli klukkan þrjú. Þar verða fluttar ræður, ungmenni flytja hópatriði og nokkrir tónlistarmenn stíga á svið. Baráttufundir um allt land Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land og byrjar sá fyrsti í Fjallabyggð klukkan ellefu. „Það hafa ekki öll kost á því að koma til Reykjavíkur og taka þátt í stóra fundinum á Arnarhóli. Þess vegna er ótrúlega gaman að sjá hvað eru skemmtilegar sjálfsprottnar hugmyndir um allt land. Það er með ýmsu sniði: Ræður, baráttufundir, sögugöngur jafnvel,“ segir Inga. Síðustu sjö kvöld hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu til að vekja athygli á kröfum kvennaárs, sem lagðar voru fram á kvennafrídeginum í fyrra. „Þær snúa að því að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og svo að leiðrétta vanmat á framlagi kvenna á vinnumarkaðnum og heima fyrir. Það er að segja þriðja vaktin og verkaskipting á heimilunum.“ Baráttuhugur í fólki Misjafnt er eftir vinnustöðum hvernig gert er ráð fyrir að morgundagurinn verði. Mörg sveitarfélög gera ráð fyrir heilsdags verkfalli, ríkið frá klukkan hálf tvö og þetta er misjafnt milli einkafyrirtækja. „Okkar lína er að þetta sé heilsdagsverkfall alveg eins og 1975. Við finnum það að það er ákall eftir stórum aðgerðum og það er auðvitað stóraðgerð þegar helmingur vinnuaflsins fer í verkfall,“ segir Inga. „Við finnum að það er baráttuhugur í fólki og við vonum að vinnuveitendur geri konum og kvárum kleift að taka þennan dag í baráttuna. Og við vonum auðvitað að strákarnir stígi fram og segi: Ég skal vinna vaktina, ég skal sjá um börnin, ég skal sjá um heimilisverkin. Þannig getum við komið öll saman í þessari baráttu.“ Augun beinist að Íslandi Kvennaverkfallið árið 2023 vakti mikla athygli erlendis og voru fréttir fluttar af verkfallinu víða. Inga segir augu heimsbyggðarinnar beinast að Íslandi á ný. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum erlendis frá upphafi vors. Það eru margir hópar af heimildamyndagerðarfólki á landinu, sem hefur fylgst með því sem er að gerast í undirbúningnum. Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22. október 2025 23:31 Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Nokkrum götum verður lokað milli klukkan tíu til fimm í miðborginni á morgun vegna sögugöngu um áfanga í kvennabaráttunni, sem hefst klukkan hálf tvö. Áætlaðar lokanir í miðborginni á föstudaginn. „Það verður einhvers konar kvenréttindakarnival þar sem konum og kvárum, sem mæta niður í bæ gefst kostur á að fara aftur til fortíðar og upplifa þá baráttu sem var í gangi þá. Leikkonur munu stíga á stokk sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og konurnar í bæjarstjórn frá 1908 og svo færum við okkur aftar í sögunni og nær nútímanum,“ segir segir Inga Auðbjörg Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Allt er þetta gert í leikrænni útfærslu eða á upplifunarmáta. Improv Ísland sér um þriðju vaktina, uppistandari sér um leikskóla og fæðingarorlof og svo verður Perla Fáfnisdóttir fegurðardrottningarkusa á sínum stað og Venusarstyttan.“ Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975.mynd/úr safni Lækjargötu við Arnarhól, á milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað frá klukkan sex í fyrramálið til níu annað kvöld en útifundur hefst á Arnarhóli klukkan þrjú. Þar verða fluttar ræður, ungmenni flytja hópatriði og nokkrir tónlistarmenn stíga á svið. Baráttufundir um allt land Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land og byrjar sá fyrsti í Fjallabyggð klukkan ellefu. „Það hafa ekki öll kost á því að koma til Reykjavíkur og taka þátt í stóra fundinum á Arnarhóli. Þess vegna er ótrúlega gaman að sjá hvað eru skemmtilegar sjálfsprottnar hugmyndir um allt land. Það er með ýmsu sniði: Ræður, baráttufundir, sögugöngur jafnvel,“ segir Inga. Síðustu sjö kvöld hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu til að vekja athygli á kröfum kvennaárs, sem lagðar voru fram á kvennafrídeginum í fyrra. „Þær snúa að því að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og svo að leiðrétta vanmat á framlagi kvenna á vinnumarkaðnum og heima fyrir. Það er að segja þriðja vaktin og verkaskipting á heimilunum.“ Baráttuhugur í fólki Misjafnt er eftir vinnustöðum hvernig gert er ráð fyrir að morgundagurinn verði. Mörg sveitarfélög gera ráð fyrir heilsdags verkfalli, ríkið frá klukkan hálf tvö og þetta er misjafnt milli einkafyrirtækja. „Okkar lína er að þetta sé heilsdagsverkfall alveg eins og 1975. Við finnum það að það er ákall eftir stórum aðgerðum og það er auðvitað stóraðgerð þegar helmingur vinnuaflsins fer í verkfall,“ segir Inga. „Við finnum að það er baráttuhugur í fólki og við vonum að vinnuveitendur geri konum og kvárum kleift að taka þennan dag í baráttuna. Og við vonum auðvitað að strákarnir stígi fram og segi: Ég skal vinna vaktina, ég skal sjá um börnin, ég skal sjá um heimilisverkin. Þannig getum við komið öll saman í þessari baráttu.“ Augun beinist að Íslandi Kvennaverkfallið árið 2023 vakti mikla athygli erlendis og voru fréttir fluttar af verkfallinu víða. Inga segir augu heimsbyggðarinnar beinast að Íslandi á ný. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum erlendis frá upphafi vors. Það eru margir hópar af heimildamyndagerðarfólki á landinu, sem hefur fylgst með því sem er að gerast í undirbúningnum. Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22. október 2025 23:31 Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22. október 2025 23:31
Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48
Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38