Brunaði austur til að finna litla frænda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 19:48 Guðrún Lára er móðursystir Axels. Vísir/Bjarni Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151 Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02