Fótbolti

Mikael kom Djurgården á bragðið í stór­sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mikael Anderson skoraði í dag.
Mikael Anderson skoraði í dag.

Mikael Neville Anderon var á skotskónum hjá Djurgården sem vann stórsigur á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Það gekk hins vegar ekki jafn vel hjá Þóri Jóhanni Helgasyni á Ítalíu.

Mikael Neville eiga í harðri baráttu um sæti í Evrópu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Värnamo sem er fallið niður í næst efstu deild.

Á 16. mínútu kom Mikael Neville heimamönnum í forystu þegar hann vann boltann af varnarmanni Värnamo og kláraði frábærlega framhjá markmanni gestanna. Djurgården komst í 2-0 fyrir hlé og kláraði svo leikinn í byrjun þess síðari með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu.

Gestirnir minnkuðu muninn í 4-2 en það voru heimamenn sem áttu síðasta orðið með tveimur mörkum undir lokin. Lokatölur 6-2 og Djurgården er nú þremur stigum á eftir GAIS sem situr í 3. sæti en þrjú efstu liðin fara í Evrópukeppni. Djurgården hefur leikið einum leik fleira en flest önnur lið.

Á Ítalíu var Þórir Jóhann Helgason í byrjunarliði Lecce sem tapaði 3-1 gegn Udinese. Þórir Jóhann var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×