Skipar hernum að gera árásir á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 16:38 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Nathan Howard Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Utanríkisráðuneyti Ísrael sakaði Hamas fyrr í dag um að sviðsetja leit að líkum gísla í rústum húsa á Gasaströndinni. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að meðfylgjandi drónamyndband sýndi Hamas-liða grafa líkamsleifar og þykjast grafa þær aftur upp, fyrir starfsmenn Rauða krossins. Þá sagði Netanjahú fyrr í dag, samkvæmt Al Jazeera, að líkamsleifar sem Hamas hefði skilað síðustu nótt tilheyrðu látnum gísl. Ísraelskir hermenn hefðu frelsað lík hans fyrr á árinu. Þetta sagði ráðherrann klárt brot á vopnahléssamkomulagi. Netanjahú sagðist þá ætla að kalla saman herforingja sína og ákveða næstu skref. Þau skref liggja nú fyrir, samkvæmt yfirlýsingu. Annars liggur lítið fyrir um umfang þeirra og staðsetningu, þegar þetta er skrifað. Following security consultations, Prime Minister Netanyahu has directed the military to immediately carry out forceful strikes in the Gaza Strip.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 28, 2025 Enn eru lík þrettán gísla sem Hamasliðar fluttu til Gasastrandarinnar í höndum Hamas eða í rústum húsa á svæðinu. Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins, sem kennt er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir til um að Hamas eigi að skila líkunum. Síðan eiga þeir í kjölfarið að afvopnast og alþjóðlegt gæslulið verður sent til Gasastrandarinnar. Leiðtogar Hamas hafa sagst eiga í vandræðum með að finna lík gísla vegna gífurlegrar eyðileggingar á Gasa. Al Jazeera segir íbúa óttaslegna eftir yfirlýsingu Netanjahús. Þeir viti ekki hvar né hvenær þær verði gerðar. Flestir eru þó sagðir meðvitaðir um að vopnahléið hefur frá upphafi verið brothætt. Ísraelar stjórna um 53 prósentum Gasastrandinnar og eiga að hörfa þaðan í áföngum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Ísrael sakaði Hamas fyrr í dag um að sviðsetja leit að líkum gísla í rústum húsa á Gasaströndinni. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að meðfylgjandi drónamyndband sýndi Hamas-liða grafa líkamsleifar og þykjast grafa þær aftur upp, fyrir starfsmenn Rauða krossins. Þá sagði Netanjahú fyrr í dag, samkvæmt Al Jazeera, að líkamsleifar sem Hamas hefði skilað síðustu nótt tilheyrðu látnum gísl. Ísraelskir hermenn hefðu frelsað lík hans fyrr á árinu. Þetta sagði ráðherrann klárt brot á vopnahléssamkomulagi. Netanjahú sagðist þá ætla að kalla saman herforingja sína og ákveða næstu skref. Þau skref liggja nú fyrir, samkvæmt yfirlýsingu. Annars liggur lítið fyrir um umfang þeirra og staðsetningu, þegar þetta er skrifað. Following security consultations, Prime Minister Netanyahu has directed the military to immediately carry out forceful strikes in the Gaza Strip.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 28, 2025 Enn eru lík þrettán gísla sem Hamasliðar fluttu til Gasastrandarinnar í höndum Hamas eða í rústum húsa á svæðinu. Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins, sem kennt er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir til um að Hamas eigi að skila líkunum. Síðan eiga þeir í kjölfarið að afvopnast og alþjóðlegt gæslulið verður sent til Gasastrandarinnar. Leiðtogar Hamas hafa sagst eiga í vandræðum með að finna lík gísla vegna gífurlegrar eyðileggingar á Gasa. Al Jazeera segir íbúa óttaslegna eftir yfirlýsingu Netanjahús. Þeir viti ekki hvar né hvenær þær verði gerðar. Flestir eru þó sagðir meðvitaðir um að vopnahléið hefur frá upphafi verið brothætt. Ísraelar stjórna um 53 prósentum Gasastrandinnar og eiga að hörfa þaðan í áföngum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29