Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2025 21:10 Rebekka Rut var frábær í liði KR líkt og svo oft áður. Vísir/Anton Brink Baráttan á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta þegar fimm umferðum er lokið er hreint ótrúleg. KR og Stjarnan unnu ótrúlega nauma útisigra til að halda í við topplið Grindavíkur á meðan Haukar voru ekki í neinum vandræðum. Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ. Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira