Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 13:43 Eftirmálar einnar árásar í Úkraínu í nótt. Almannavarnir Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. Börn eru einnig sögð meðal þeirra sautján sem særðust í árásunum. Rússar notuðust samkvæmt Úkraínumönnum við 653 dróna af ýmsum gerðum og 52 eldflaugar. Þar á meðal voru níu skotflaugar. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar keyra innviðir úkraínskra borga á miðstýrðum kerfum. Þegar rafmagnið fer af fer vatnið af einnig sem og kynding og skólpkerfi. Með þessum árásum vilja Rússar draga úr baráttuvilja úkraínsku þjóðarinnar og í senn valda skaða á hergagnaframleiðslu og annarri hernaðartengdri starfsemi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, líkir árásunum við hryðjuverk. Ein árásanna var fönguð á myndband. Það sýnir hvernig sjálfsprengidróna var flogið á bensínstöð í borginni Sumy, þar sem nokkrir voru að dæla bensíni á bíla sína. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásinni og þar einn alvarlega. When fixed-wing drones of this type experience EW interference, they usually glide, while descending. In this case, however, we see a steep dive, with increasing speed typical of a deliberate nosedive - which almost certainly indicates a controlled action by the drone’s pilot. pic.twitter.com/9BG3Ou5wfZ— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) October 30, 2025 Sambærilegar árásir hafa ítrekað verið gerðar í Úkraínu. Rússar voru nýverið sakaðir af Sameinuðu þjóðunum um markvissar drónaárásir gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu. Þá hafa rússneskir hermenn margsinnis birt myndbönd af því þegar þeir varpa sprengjum á óbreytta borgara úr drónum. 🔴 “We pity no one,” says a caption to this video.A Russian drone drops explosives on a man walking his dog in Kherson suburb. Visibly in shock, the man keeps walking, dragging the injured dog after him.The video is shot/shared by Russians on Telegram, w/ a Russian pop song pic.twitter.com/ZOx8cXseXD— Zarina Zabrisky 🇺🇸🇺🇦 (@ZarinaZabrisky) August 25, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. 29. október 2025 13:34 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01 Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23. október 2025 17:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Börn eru einnig sögð meðal þeirra sautján sem særðust í árásunum. Rússar notuðust samkvæmt Úkraínumönnum við 653 dróna af ýmsum gerðum og 52 eldflaugar. Þar á meðal voru níu skotflaugar. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar keyra innviðir úkraínskra borga á miðstýrðum kerfum. Þegar rafmagnið fer af fer vatnið af einnig sem og kynding og skólpkerfi. Með þessum árásum vilja Rússar draga úr baráttuvilja úkraínsku þjóðarinnar og í senn valda skaða á hergagnaframleiðslu og annarri hernaðartengdri starfsemi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, líkir árásunum við hryðjuverk. Ein árásanna var fönguð á myndband. Það sýnir hvernig sjálfsprengidróna var flogið á bensínstöð í borginni Sumy, þar sem nokkrir voru að dæla bensíni á bíla sína. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásinni og þar einn alvarlega. When fixed-wing drones of this type experience EW interference, they usually glide, while descending. In this case, however, we see a steep dive, with increasing speed typical of a deliberate nosedive - which almost certainly indicates a controlled action by the drone’s pilot. pic.twitter.com/9BG3Ou5wfZ— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) October 30, 2025 Sambærilegar árásir hafa ítrekað verið gerðar í Úkraínu. Rússar voru nýverið sakaðir af Sameinuðu þjóðunum um markvissar drónaárásir gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu. Þá hafa rússneskir hermenn margsinnis birt myndbönd af því þegar þeir varpa sprengjum á óbreytta borgara úr drónum. 🔴 “We pity no one,” says a caption to this video.A Russian drone drops explosives on a man walking his dog in Kherson suburb. Visibly in shock, the man keeps walking, dragging the injured dog after him.The video is shot/shared by Russians on Telegram, w/ a Russian pop song pic.twitter.com/ZOx8cXseXD— Zarina Zabrisky 🇺🇸🇺🇦 (@ZarinaZabrisky) August 25, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. 29. október 2025 13:34 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01 Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23. október 2025 17:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. 29. október 2025 13:34
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01
Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23. október 2025 17:00