Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:31 Margir íþróttamenn þekkja það vel að æfa sig á hlaupabrettum en ekki keppa á þeim. Getty Ein nýjasta íþróttin sem fær sitt eigið heimsmeistaramót hefur líklega verið á verkefnalista flestra íþróttamanna á þeirra ferli. Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira