Sport

Dag­skráin í dag: Doc Zone, frá­bærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna

Sindri Sverrisson skrifar
Matheus Cunha og félagar í Manchester United verða í beinni útsendingu á Sýn Sport 2, þegar þeir mæta Nottingham Forest, og augu manna í Doc Zone á Sýn Sport verða eflaust einnig á leiknum.
Matheus Cunha og félagar í Manchester United verða í beinni útsendingu á Sýn Sport 2, þegar þeir mæta Nottingham Forest, og augu manna í Doc Zone á Sýn Sport verða eflaust einnig á leiknum. Getty/Simon Stacpoole

Það eru fjölmargar beinar útsendingar á sportstöðvum Sýnar í dag. Aðdáendur enska boltans fá nóg fyrir sinn snúð og svo er heil umferð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Golf, NHL og stórleikur í þýska boltanum eru einnig á dagskrá.

Allar beinar útsendingar má finna á vef Sýnar.

Sýn Sport

Strákarnir í Doc Zone fylgjast með öllu því helsta í boltanum, og jafnvel víðar, og hefja leik klukkan 14:40. Þeir stimpla sig svo út rétt áður en Lundúnaslagur Tottenham og Chelsea hefst klukkan 17:30.

Um kvöldið eru svo Laugardagsmörkin, klukkan 19:35, áður en Liverpool tekur á móti Aston Villa og reynir að snúa við afleitu gengi sínu að undanförnu.

Sýn Sport 2

Nottingham Forest og Manchester United mætast kl. 15 í afar áhugaverðum leik klukkan 15, þar sem Sean Dyche er mættur í brúna hjá Forest eftir að gagnrýnt Rúben Amorim og sagst sjálfur geta náð betri árangri með 4-4-2 kerfi en Amorim hefði gert með sínu 3-4-3 kerfi.

Sýn Sport 3

Arsenal reynir að styrkja stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, og halda marki sínu áfram hreinu eftir magnaðan októbermánuð, þegar liðið sækir Burnley heim klukkan 15.

Sýn Sport 4-6

Á öðrum hliðarrásum Sýnar Sport má finna fleiri leiki klukkan 15 því þá mætast Brighton og Leeds, Crystal Palace og Brentford, og Fulham og Wolves.

Sýn Sport Ísland

Bónus-deild kvenna á sviðið á Sport Íslands rásunum. Hamar/Þór og Stjarnan mætast klukkan 15 og svo Keflavík og Njarðvík í alvöru grannaslag klukkan 17:15.

Pílan á svo sviðið klukkan 20 þegar keppt verður í Kvikunni í Grindavík, á öðru kvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Búast má við afar spennandi kvöldi.

Sýn Sport Ísland 2-4

Þrír leikir hefjast á sama tíma í Bónus-deild kvenna, klukkan 19:15. Valur tekur á móti KR, Ármann mætir Haukum og Grindavík fær Tindastól í heimsókn.

Sýn Sport Ísland 5

Bein útsending frá Rolex Grand Final mótinu á DP heimsmótaröðinni í golfi hefst klukkan 11.

Sýn Sport Viaplay

Dagskráin á Sýn Sport Viaplay hefst klukkan 12:30 með leik Leicester og Blackburn í ensku B-deildinni. QPR og Ipswich mætast svo klukkan 15 og þá tekur þýski boltinn við með stórleik Bayern München og Leverkusen.

Um kvöldið er svo hægt að sjá NHL-leiki á milli Sharks og Avalanche, og Sabres og Capitals, og MLB-leik Blue Jays og Dodgers á miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×