Körfubolti

Ís­lands­meistararnir mæta bikar­meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Njarðvík á titil að verja í VÍS-bikar kvenna í körfubolta.
Njarðvík á titil að verja í VÍS-bikar kvenna í körfubolta. vísir/ernir

Bikarmeistarar Njarðvíkur mæta Íslandsmeisturum Hauka í sextán liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta.

Dregið var í sextán liða úrslit í VÍS-bikar karla og kvenna í dag.

Stórleikur sextán liða úrslita VÍS-bikars kvenna er á milli bikarmeistara Njarðvíkur og Íslandsmeistara Hauka. Þessi lið mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili þar sem Haukar höfðu betur eftir oddaleik, 3-2.

Tvær aðrar viðureignir eru milli á liða úr Bónus deild kvenna en Grindavík mætir Stjörnunni og Valur fær Keflavík í heimsókn. Ljóst er að allavega eitt lið úr 1. deildinni kemst í átta liða úrslit en Aþena og Selfoss mætast í sextán liða úrslitunum.

Sextán liða úrslit VÍS-bikars kvenna

  • Tindastóll - Þór Ak.
  • Grindavík - Stjarnan
  • ÍR - Ármann
  • Njarðvík - Haukar
  • KR - Snæfell
  • Fjölnir - Hamar/Þór
  • Valur - Keflavík
  • Aþena - Selfoss

Í sextán liða úrslitum VÍS-bikars karla mætast grannliðin Stjarnan og Álftanes. Bikarmeistarar Vals etja kappi við ÍR.

Ljóst er að allavega tvö lið úr 1. deild karla komast í átta liða úrslit VÍS-bikars karla en Snæfell og KV og Breiðablik og Haukar mætast í sextán liða úrslitunum.

Sextán liða úrslit VÍS-bikars karla

  • KR - Fjölnir
  • Valur - ÍR
  • Snæfell - KV
  • Grindavík - Ármann
  • Stjarnan - Álftanes
  • Breiðablik - Haukar
  • ÍA - Keflavík
  • Tindastóll - Hamar

Leikirnir í sextán liða úrslitum VÍS-bikars karla fara fram 14. og 15. desember en leikirnir í sextán liða úrslitunum kvennamegin 13. og 14. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×